Samráð fyrirhugað
Samráð stendur yfir 01.07.18 - 24.08.18
Niðurstöður í vinnslu
Niðurstöður birtar

Umhverfismat samgönguáætlunar 2019-2033 til kynningar

Mál nr. S-84/2018 Stofnað: 29.06.2018 Síðast uppfært: 09.07.2018
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Samráð stendur yfir

Opið er fyrir innsendingu umsagna á tímabilinu 01.07.18 - 24.08.18. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Samgönguráð auglýsir umhverfismat tillögu að samgönguáætlun 2019-2033 til kynningar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Mörkuð er stefna fyrir allar greinar samgangna næstu fimmtán ár. Með umhverfismatinu hafa verið skilgreind helstu áhrif og aðgerðir til að dregið verði úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Samgönguráð auglýsir nú umhverfismat tillögu að samgönguáætlun 2019-2033 til kynningar, í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Frestur til að gera athugasemdir við umhverfismatið er til og með 13. ágúst 2018.

Tillaga samgönguráðs að samgönguáætlun er unnin í samræmi við lög nr. 33/2008 um samgönguáætlun. Þar er mörkuð stefna og markmið fyrir allar greinar samgangna næstu fimmtán árin. Með umhverfismatinu hafa verið skilgreind helstu áhrif sem kunna að verða vegna samgönguáætlunar og aðgerðir sem ráðast þarf í til að tryggja að dregið verði úr líklegum neikvæðum umhverfisáhrifum áætlunarinnar.

Í drögum að tillögu að samgönguáætlun 2019-2033, sem voru til grundvallar umhverfismatinu, koma fram markmið og áherslur áætlunarinnar auk stærri framkvæmda sem eru í undirbúningi og skoðun. Gerður er fyrirvari um að það ráðist af fjármagni og framvindu undirbúnings í hvaða framkvæmdir verður hægt að ráðast á tímabilinu.

Umhverfismat samgönguáætlunar er kynnt bæði hér á samráðsgáttinni og vef Stjórnarráðsins, stjornarradid.is. Þá liggur það frammi til kynningar ásamt drögum að samgönguáætlun hjá eftirtöldum samgöngustofnunum

• Samgöngustofu, Ármúla 2, 108 Reykjavík

• Vegagerðinni, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík

Athugasemdir skal senda gegnum samráðsgáttina. Einnig er unnt að senda athugasemdir bréfleiðis, merktar umhverfismat, á samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið samgongurad@srn.is. Frestur til að gera athugasemdir við umhverfismat samgönguáætlunar er, sem fyrr segir,til og með 13. ágúst 2018.

Viltu senda inn umsögn um málið

Aðeins innskráðir notendur geta sent inn umsagnir um málið.
Smelltu hér til að skrá þig inn í gegnum Ísland.is