Samráð fyrirhugað 29.06.2018—10.08.2018
Til umsagnar 29.06.2018—10.08.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 10.08.2018
Niðurstöður birtar 13.12.2018

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga

Mál nr. 85/2018 Birt: 29.06.2018 Síðast uppfært: 01.11.2019
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust í samráðsgátt.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 29.06.2018–10.08.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 13.12.2018.

Málsefni

Með frumvarpinu eru lagðar til þær lágmarksbreytingar sem gera þarf á lögum sem heyra undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið til að ná því markmiði sem felst í nýjum lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingar nr. 90/2018.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna gildistöku nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frumvarpið er afrakstur vinnu sem dómsmálaráðherra setti af stað vegna innleiðingar framangreindrar persónuverndartilskipunar. Samráðshópur allra ráðuneyta var settur á fót og hafði hann það hlutverk að fara yfir ákvæði sérlaga um persónuvernd í samvinnu við undirstofnanir í því skyni að meta hvaða breytingar kynnu að vera nauðsynlegar vegna innleiðingarinnar. Yfirferðin leiddi í ljós að gera þarf ýmsar efnislegar breytingar á ákvæðum sérlaga sem heyra undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Lagðar eru til breytingar á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971, lögum um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, umferðarlögum nr. 50/1987, lögum um skráningu skipa, nr. 115/1985, lögum um loftferðir, nr. 60/1998, lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála, nr. 120/2012, lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 og lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003. Breytingar þær sem lagðar eru til með frumvarpi þessu eru nauðsynlegar til að vinnsla persónuupplýsingar hjá þeim stofnunum sem getið er í frumvarpinu byggi á viðhlítandi lagastoð. Ekki er um að ræða útvíkkun á núverandi verkefnum stofnananna.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 10. ágúst 2018 í samráðsgátt http://samradsgatt.island.is/ eða á netfangið srn@srn.is