Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.6.–10.8.2018

2

Í vinnslu

  • 11.8.–12.12.2018

3

Samráði lokið

  • 13.12.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-85/2018

Birt: 29.6.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust í samráðsgátt.

Málsefni

Með frumvarpinu eru lagðar til þær lágmarksbreytingar sem gera þarf á lögum sem heyra undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið til að ná því markmiði sem felst í nýjum lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingar nr. 90/2018.

Nánari upplýsingar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna gildistöku nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frumvarpið er afrakstur vinnu sem dómsmálaráðherra setti af stað vegna innleiðingar framangreindrar persónuverndartilskipunar. Samráðshópur allra ráðuneyta var settur á fót og hafði hann það hlutverk að fara yfir ákvæði sérlaga um persónuvernd í samvinnu við undirstofnanir í því skyni að meta hvaða breytingar kynnu að vera nauðsynlegar vegna innleiðingarinnar. Yfirferðin leiddi í ljós að gera þarf ýmsar efnislegar breytingar á ákvæðum sérlaga sem heyra undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Lagðar eru til breytingar á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971, lögum um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, umferðarlögum nr. 50/1987, lögum um skráningu skipa, nr. 115/1985, lögum um loftferðir, nr. 60/1998, lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála, nr. 120/2012, lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 og lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003. Breytingar þær sem lagðar eru til með frumvarpi þessu eru nauðsynlegar til að vinnsla persónuupplýsingar hjá þeim stofnunum sem getið er í frumvarpinu byggi á viðhlítandi lagastoð. Ekki er um að ræða útvíkkun á núverandi verkefnum stofnananna.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 10. ágúst 2018 í samráðsgátt http://samradsgatt.island.is/ eða á netfangið srn@srn.is

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skúli Þór Gunnsteinsson

srn@srn.is