Samráð fyrirhugað 03.07.2018—17.07.2018
Til umsagnar 03.07.2018—17.07.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 17.07.2018
Niðurstöður birtar

Hafnarreglugerð fyrir hafnir Norðurþings

Mál nr. 87/2018 Birt: 03.07.2018
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (03.07.2018–17.07.2018). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Með drögunum er lagt til að sett verði ný hafnarreglugerð fyrir hafnir Norðurþings.

Í samræmi við 1. mgr. 4. gr. hafnalaga, nr. 61/2003, með síðari breytingum, skal ráðherra setja, að fengnum tillögum eigenda hafna hafnarreglugerð fyrir hverja höfn. Sveitarfélagið Norðurþing hefur sent ráðuneytinu drög að slíkri reglugerð sem mun koma í stað eldri hafnarreglugerðar nr. 177/2011.

Drögin sækja stoð í 4. gr. hafnalaga nr. 61/2003 og 17. gr. laga nr. 41/2003, um vaktstöð siglinga, eins og er með þær hafnir sem hafa hafnsöguskyldu.

Við vinnslu draganna var haft samráð við Samgöngustofu og Vegagerðina.