Samráð fyrirhugað
Samráð stendur yfir 04.07.18 - 15.08.18
Niðurstöður í vinnslu
Niðurstöður birtar

Grænbók sem liður í stefnumótun á málefnasviði hagskýrslugerðar, grunnskráa og upplýsingamála.

Mál nr. S-88/2018 Stofnað: 03.07.2018 Síðast uppfært: 05.07.2018
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Grunnskrár og upplýsingamál

Samráð stendur yfir

Opið er fyrir innsendingu umsagna á tímabilinu 04.07.18 - 15.08.18. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Í grænbókinni eru upplýsingar um viðfangsefni hagskýrslugerðar, grunnskráa og upplýsingamála, stöðu, tölfræði og umfjöllun um ólíkar leiðir eða áherslur til að mæta þeim áskorunum sem við blasa.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, forsætisráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið, óska eftir umsögnum um drög að grænbók er varðar hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál. Undir málefnasviðin falla verkefni þriggja stofnanna, Hagstofu Íslands, Landmælingar Íslands og Þjóðskrár Íslands. Starfsemi málefnasviðsins er því á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og forsætisráðherra.

Í júnímánuði 2017 hófst stefnumótunarvinna á vegum ráðuneytanna með þátttöku Sambands íslenskra sveitarfélaga og var ráðgjafafyrirtækið Capacent fengið til aðstoðar. Samhliða var unnið að samræmdu stefnumótunarferli og mótun skapalóna/forma fyrir þau skjöl sem verða til í opinberri stefnumótun almennt og eiga að nýtast öllum ráðuneytum.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 15. ágúst 2018 í samráðsgátt http://samradsgatt.island.is eða á netfangið srn@srn.is

Viltu senda inn umsögn um málið

Aðeins innskráðir notendur geta sent inn umsagnir um málið.
Smelltu hér til að skrá þig inn í gegnum Ísland.is