Samráð fyrirhugað
Samráð stendur yfir 05.07.18 - 29.08.18
Niðurstöður í vinnslu
Niðurstöður birtar

Drög að viðauka við úrgangsforvarnarstefnuna Saman gegn sóun til umsagnar.

Mál nr. S-90/2018 Stofnað: 03.07.2018 Síðast uppfært: 27.08.2018
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Lokað var fyrir innsendingu umsagna 29.08.18. Samráð hófst 05.07.18 og lauk 29.08.18. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust.

Skoða umsagnir

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að viðauka við úrgangsforvarnarstefnuna Saman gegn sóun.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að viðauka við úrgangsforvarnarstefnuna Saman gegn sóun.

Umhverfis- og auðlindaráðherra gaf á árinu 2016 út stefnu Íslands um úrgangsforvarnir sem ber heitið Saman gegn sóun. Stefnan gildir árin 2016-2027 og er megináhersla þar lögð á níu flokka; matvæli, plast, textíll, raftæki, grænar byggingar og pappír. Þá verður unnið til lengri tíma með aukaafurðir frá vinnslu kjöts og fisks, drykkjarvöruumbúðir og að draga úr myndun úrgangs frá stóriðju.

Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert athugasemdir við stefnu Íslands um úrgangsforvarnir vegna skorts á mælanlegum mælikvörðum og setningu markmiða til að meta þróun ráðstafana stefnunnar og er þar vísað sérstaklega til 3. mgr. 29. gr. rammatilskipunar 2008/98/EB um úrgang. Vegna þessa hefur Umhverfisstofnun, að beiðni ráðuneytisins, útbúið tillögu að viðauka við úrgangsforvarnarstefnuna er lýtur að setningu mælikvarða og markmiða fyrir plast, textíl, aukaafurðir frá vinnslu kjöts og fisks, drykkjarvöruumbúðir og ál- og kísilmálmframleiðslu.

Umsögnum um viðaukann skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 17. ágúst næstkomandi. Umsagnarfrestur hefur verið framlengdur til og með 29. ágúst nk.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Elísabet Björney Lárusdóttir - 10.07.2018

Ég er að velta fyrir mér aðferðarfræði við talningu á burðapokum. Hvernig á að standa að henni? Er vitað hversu margir pokar eru í umferð í dag til að gera gott stöðumat? Ef stöðumatið er ekki rétt, hvernig er þá hægt að ætlast til að standa við markmiðin? Og hvernig ætlið þið að sannreyna markmiðin? Ég held að núverandi talning byggi á tölum frá Noregi, ekki raungögnum frá Íslandi. Ég myndi vilja sjá ítarlegri skilgreiningu á þessu.

Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 29.08.2018

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur farið yfir tillögu að viðauka við almenna stefnu um úrgangsforvarnir 2016-2017, sem birt er til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Tillagan er tilkomin vegna athugasemda eftirlitsstofnunar EFTA og snýr að vöntun á vegvísum og markmiðum um úrgangsforvarnir, til að hægt sé að mæla árangur af stefnunni.

Í tillöguna hafa verið valdir tilteknir úrgangsflokkar, svo sem plast-, textíl- og sláturúrgangur. Fyrir þessa úrgangsflokka liggja fyrir nokkuð áreiðanlegar tölur um magn úrgangs. Vísarnir og markmiðin í tillögunni voru ákveðin í samráði við fagaðila og eru talin raunhæf. Sambandið gerir því ekki athugasemdir við framkomna tillögu að viðaukanum.

Viðhengi