Samráð fyrirhugað
Samráð stendur yfir 05.07.18 - 17.08.18
Niðurstöður í vinnslu
Niðurstöður birtar

Drög að viðauka við úrgangsforvarnarstefnuna Saman gegn sóun til umsagnar.

Mál nr. S-90/2018 Stofnað: 03.07.2018 Síðast uppfært: 05.07.2018
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Samráð stendur yfir

Opið er fyrir innsendingu umsagna á tímabilinu 05.07.18 - 17.08.18. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að viðauka við úrgangsforvarnarstefnuna Saman gegn sóun.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að viðauka við úrgangsforvarnarstefnuna Saman gegn sóun.

Umhverfis- og auðlindaráðherra gaf á árinu 2016 út stefnu Íslands um úrgangsforvarnir sem ber heitið Saman gegn sóun. Stefnan gildir árin 2016-2027 og er megináhersla þar lögð á níu flokka; matvæli, plast, textíll, raftæki, grænar byggingar og pappír. Þá verður unnið til lengri tíma með aukaafurðir frá vinnslu kjöts og fisks, drykkjarvöruumbúðir og að draga úr myndun úrgangs frá stóriðju.

Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert athugasemdir við stefnu Íslands um úrgangsforvarnir vegna skorts á mælanlegum mælikvörðum og setningu markmiða til að meta þróun ráðstafana stefnunnar og er þar vísað sérstaklega til 3. mgr. 29. gr. rammatilskipunar 2008/98/EB um úrgang. Vegna þessa hefur Umhverfisstofnun, að beiðni ráðuneytisins, útbúið tillögu að viðauka við úrgangsforvarnarstefnuna er lýtur að setningu mælikvarða og markmiða fyrir plast, textíl, aukaafurðir frá vinnslu kjöts og fisks, drykkjarvöruumbúðir og ál- og kísilmálmframleiðslu.

Umsögnum um viðaukann skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 17. ágúst næstkomandi.

Viltu senda inn umsögn um málið

Aðeins innskráðir notendur geta sent inn umsagnir um málið.
Smelltu hér til að skrá þig inn í gegnum Ísland.is