Samráð fyrirhugað 06.07.2018—15.08.2018
Til umsagnar 06.07.2018—15.08.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 15.08.2018
Niðurstöður birtar 11.12.2018

Drög að reglugerð um Þjóðskrá Íslands

Mál nr. 95/2018 Birt: 06.07.2018 Síðast uppfært: 01.11.2019
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Hagskýrslugerð og grunnskrár

Niðurstöður birtar

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að gerðar voru smávægilegar breytingar á ákvæði um fagráð í reglugerðinni. Reglugerðin hefur verið birt. Sjá að öðru leyti niðurstöðuskjal.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 06.07.2018–15.08.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 11.12.2018.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um Þjóðskrá Íslands skv. lögum um Þjóðskrá Íslands nr. 70/2018 sem taka gildi 1. september nk.

Samhliða gildistöku laga nr. nr. 70/2018 um Þjóðskrá Íslands, er stefnt að birtingu reglugerðar um Þjóðskrá Íslands. Reglugerðin gerir m.a. grein fyrir skipun fagráðs sem ráðherra skal setja á fót skv. nýjum lögum um Þjóðskrá Íslands.

Umsögnum um drög að reglugerð um Þjóðskrá Íslands skal skilað eigi síðar en 15. ágúst 2018 í samráðsgátt http://samradsgatt.island.is/ eða á netfangið srn@srn.is

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samband íslenskra sveitarfélaga - 10.07.2018

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drögin.

F.h. sambandsins,

Guðjón Bragason

Viðhengi