Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.7.–10.8.2018

2

Í vinnslu

  • 11.–12.8.2018

3

Samráði lokið

  • 13.8.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-96/2018

Birt: 9.7.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vaktstöð siglinga

Niðurstöður

Engar athugasemdir bárust.

Málsefni

Með drögum þessum að frumvarpi eru lagðar til breytingar á lögum um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003, með síðari breytingum, að því er varðar hafnsögu skipa.

Nánari upplýsingar

Að gefnu tilefni ákvað samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að skoða sérstaklega lagagrundvöll hafnsögu hér á landi. Með hafnsögu er átt við leiðsögu skipa um hafnarsvæði. Í lögum um vaktstöð siglinga segir í 12. gr. að öll skip sem flytja hættulegan eða mengandi varning í farmrými eða á þilfari í meira magni en tiltekið er í reglugerð skulu hafa um borð hafnsögumann við siglingu um hafnarsvæði. Við leit í lagasafni kom í ljós að þetta ákvæði er í raun eina efnislega ákvæðið um hafnsögu. Í hafnalögum er gert ráð fyrir að hafnsöguþjónusta teljist til hafntengdrar þjónustu og höfnum heimilað að taka hafnsögugjöld fyrir þjónustu hafnsögubáta. Í siglingalögum eru ákvæði sem mæla fyrir um að farmflytjandi skuli greiða hafnsögugjöld sem stofnast í ferð skips, að farmflytjandi sé ekki ábyrgur þegar hann getur sýnt fram á að tjón stafi af yfirsjónum eða vanrækslu hafnsögumanns og að útgerðarmaður beri ábyrgð á tjóni sem stafi af yfirsjónum eða vanrækslu í starfi hafnsögumanns. Þá er mælt fyrir um skyldu hafnsögumanna í lögum um eftirlit með skipum, um að tilkynna vitneskju um brot gegn lögunum. Að lokum er ráðherra heimilt í lögum um vaktstöð siglinga að undanskilja hafnsögubáta frá ákvæðum laganna og í lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldamerkið er hafnsögubátum heimiluð not á tjúgufánanum.

Þar með eru ákvæði um hafnsögu upptalin í lagasafninu. Í ljósi þeirra mikilvægu verndarhagsmuna sem felast í hafnsögu, þ.e. öruggum siglingum og vernd gegn mengun hafs og stranda, o.fl., verður að telja nauðsynlegt að mælt sé með skýrari hætti fyrir um hafnsögu og heimild hafna til að mæla fyrir um hafnsöguskyldu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

postur@srn.is