Samráð fyrirhugað
Samráð stendur yfir 25.07.2018 - 14.08.2018
Niðurstöður í vinnslu
Niðurstöður birtar

Frumvarp til nýrra heildarlaga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Mál nr. S-98/2018 Stofnað: 25.07.2018 Síðast uppfært: 08.08.2018
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Almanna- og réttaröryggi

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (25.07.2018-14.08.2018). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Um er að ræða drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Frumvarpið er innleiðing á fjórðu peningaþvættistilskipun Evrópusambandsins 2015/849/EB.

Frumvarpið er samið af starfshópi sem dómsmálaráðherra skipaði til innleiðingar á fjórðu peningaþvættistilskipun Evrópusambandsins (2015/849/EB) og valin ákvæði úr fimmtu peninga-þvættis¬tilskipun Evrópusambandsins (2018/843/EB). Fjórða peningaþvættistilskipunin tók gildi í Evrópusambandinu 27. júlí 2017 og verður tekin upp í EES-samninginn í október 2018. Tilskipunin er heildarendurskoðun á tilskipun 2005/60/EB með síðari breytingum um sama efni. Fimmta peningaþvættistilskipunin, sem var birt í stjórnartíðindum Evrópusambandsins þann 19. júní 2018, breytir nokkrum ákvæðum fjórðu tilskipunarinnar. Þótti tilefni til að taka einstök ákvæði hennar upp við þessa heildarendurskoðun á gildandi lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 64/2006.

Þrátt fyrir að um heildarskoðun laganna sé að ræða byggja þau á grunni eldri laga. Meginefni laganna snýr að skyldu tilkynningarskyldra aðila til að framkvæma áreiðanleikakönnun, haga innra skipulagi með þeim hætti að þeim sé kleift að greina grunsamlegar færslur og tilkynna til skrifstofu fjármálagreiningu lögreglu allar grunsamlegar færslur eða viðskipti.

Til að tryggja að einstök ákvæði frumvarpsins séu ekki of íþyngjandi fyrir litla tilkynningarskylda aðila sem stunda einsleita starfsemi er gert ráð fyrir því að tekið sé tillit til til stærðar, eðlis og umfangs tilkynningarskyldra aðila og margbreytileika starfseminnar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Neytendastofa - 03.08.2018

Meðfylgjandi er að finna umsögn Neytendastofu um drög að frumvarpi til laga um peningaþvætti.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Arna Arnardóttir - 07.08.2018

Góðan dag,

Ég sendi hér inn fyrirspurn fyrir hönd Félags íslenskra gullsmiða.

Við vorum fyrst að frétta af þessu furmvarpi núna í fréttum í morgun. Við höfum því miður ekki náð að kynna okkur þetta furmvarp. Lögfræðingur okkar er í fríi fram í miðjan ágúst.

Er möguleiki að við getum fengið að koma með athugasemdir þegar lögfræðingur okkar er búinn að lesa þetta yfir, þeas ef einhverjar eru?

Okkar félagmenn versla mikið með gull og eðalmálma. Við viljum gjarna kynna okkur hvaða áhrif þetta frumvarp hefur á okkar starfsemi.

Með von um skjót svör.

Fyrir hönd Félags íslenskra gullsmiða,

Arna Arnardóttir

formaður

Afrita slóð á umsögn

#3 Jóna Björk Guðnadóttir - 14.08.2018

Fyrir hönd Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) þakka ég fyrir tækifærið til að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpið að nýju. SFF sendu ráðuneytinu umsögn um frumvarpið dags. 25. maí síðastliðinn og hefur verið tekið tillit til hluta þeirra athugasemda sem þá voru settar fram. SFF vilja nota þetta tækifæri og ítreka athugasemd við 46. gr. frumvarpsins sem fjallar um stjórnvaldssektir. Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. geta eftirlitsaðilar lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn ákvæðum laganna. SFF telja að ákvæðið sé of almennt orðað og þar sé gengið lengra en gert er í tilkipun ESB þar sem viðurlagaheimildir eru afmarkaðar við brot sem eru alvarleg, ítrekuð og kerfisbundin. Mikilvægt er að við innleiðingu á EES-gerðum sé samræmis gætt við EES-réttinn og ekki verði settar séríslenskar íþyngjandi reglur nema brýna nauðsyn beri til.