Frumvarpið var lagt fram á Alþingi á vormánuðum 2019. Í samráðskafla greinargerðar frumvarpsins (5. kafla) er að finna yfirlit yfir niðurstöður samráðs og þær breytingar sem gerðar voru á efni frumvarpsins í ljósi þeirra umsagna og athugasemda sem gerðar voru við efni þess. Frumvarpið er að finna á eftirfarandi hlekk: https://www.althingi.is/altext/149/s/1238.html
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 27.07.2018–05.09.2018.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 15.08.2019.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um frumvarp um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Samhliða er kallað eftir tillögum um nafn á hina nýju stofnun.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um frumvarp um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Samhliða er kallað eftir tillögum um nafn á hina nýju stofnun.
Þrír þjóðgarðar eru á landinu, þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Þeir tveir fyrstnefndu eru reknir sem sjálfstæðar ríkisstofnanir í eigin nafni en sá síðastnefndi heyrir undir Umhverfisstofnun. Önnur friðlýst svæði á landinu eru 111 talsins samkvæmt skrá Umhverfisstofnunar og fer sú stofnun með stjórnun og rekstur þeirra. Í kjölfar aukningar ferðamanna og aukins álags á helstu náttúruperlur landsins hefur aukist þörfin á að vernda svæðin betur gegn ágangi og jafnframt ráðast í frekari uppbyggingu þeirra, bæði efnislegra innviða og landvörslu. Þá hefur einnig verið bent á nauðsyn aukinnar samhæfingar og meiri stuðnings við samskonar verkefni sem unnin eru í dag innan þriggja stofnana.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að þjóðgarðarnir þrír, Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarðurinn á Þingvöllum og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, verði sameinuð í eina stofnun sem og önnur friðlýst svæði landsins, þ.m.t. verndarsvæði Mývatns og Laxár og Breiðafjörður. Þá verði undirbúningur friðlýsinga, eftirlit á friðlýstum svæðum og stjórnun þeirra meðal verkefna hinnar nýju stofnunar.
Helstu markmið með stofnuninni er að efla náttúruverndarsvæði með einföldun stjórnkerfis, aukinni skilvirkni og samnýtingu þekkingar. Með yfirsýn yfir málefni friðlýstra svæða á einum stað skapast breiður vettvangur til heildstæðrar stefnumótunar til lengri tíma. Þá leiðir aukin samlegð til þess að fjármunir eru nýttir með sem hagkvæmustum hætti. Loks fengist með stofnuninni sameiginleg ásýnd sem býður upp á samræmda kynningu náttúruverndarsvæða.
Í skipulagi og fyrirkomulagi stjórnunar stofnunarinnar er lögð áhersla á valddreifingu og aðkomu sveitarfélaga og samtaka almennings að stjórnun og stefnumótun svæðanna sem undir hana heyra.
Í þeim drögum að frumvarpi sem hér eru kynnt er hin nýja stofnun nefnd „Þjóðgarðastofnun“ en samhliða kynningu frumvarpsins er óskað eftir tillögum um heiti á stofnunina.
Frumvarpsdrögin byggja í megindráttum á vinnu starfshóps umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem skilaði tillögum sínum til ráðherra í febrúar síðastliðnum. Í starfshópnum áttu sæti, auk fulltrúa ráðuneytisins, fulltrúar frá þjóðgörðunum, Umhverfisstofnun og sveitarfélögum.
Meðfylgjandi er einnig tillaga að fyrirhuguðum breytingum á lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd í samræmi við drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun.
Umsögnum um frumvarpsdrögin og tillögum að nafni stofnunarinnar skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 5. september næstkomandi.
Í 1.gr stendur "Ríkið starfrækir Þjóðgarðastofnun sem heyrir undir ráðherra"
Það þarf að skilgreina hvaða ráðherra stofnunin heyrir undir - væntanlega heyrir hún undir Umhverfisráðherra en það þarf að vera skýrt. Einkum vegna þess að nú heyrir Þingvallaþjóðgarður undir Forsætisráðherra að mér skilst.
6. Umhverfisráðuneytið: Umsagnarbeiðni um drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða.
Oddviti kynnti umsagnarbeiðni frá Umhverfisráðuneytinu um drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða. Sveitarstjórn hvetur ráðuneytið til að endurskoða hugmynd um nýja stofnun og nýta frekar þær stofnanir sem fyrir eru s.s. Umhverfisstofnun og nýta fjármagnið til uppbyggingar og verndunar á svæðunum sjálfum.
Athugasemdir við:
Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun
Löngu er tímabært að samræma og sameina stjórn friðlýstra svæða á Íslandi. Þetta frumvarp er spor í þá átt og er því fagnaðarefni. Hér verður ekki farið yfir allt frumvarpið heldur settar fram nokkrar athugasemdir, hugleiðingar og viðbætur.
1. Nafnið
Þjóðgarðastofnun er ekki réttnefni sé tekið mið af hlutverki fyrirhugaðrar stofnunar því að hún á að gera meira en að stýra þjóðgörðum. Nafnið líkist nafni sambærilegrar bandarískrar stofnunar National Park Service. Reyndar sinnir sú stofnun líka fleiri svæðum en þjóðgörðum svo sem bandarískum sögu- og menningarsvæðum. Æskilegt væri þó að finna betra nafn en Þjóðgarðastofnun.
Hugmyndir að öðrum nöfnum:
* Náttúruvernd Íslands sem væntanlega yrði stytt í Náttúruvernd(in) í samræmi við systurstofnanirnar, Skógrækt(ina) og Landgræðslu(na).
* Náttúru- og minjavernd Íslands. Sú stofnun sem hér eru lögð drög að ætti ekki bara að sinna vernd á náttúru heldur líka á minjasvæðum og menningarlandslagi, svo sem eyðibyggðum (á Hornströndum) verstöðvum (á Snæfellsnesi), gömlum þjóðleiðum (um Friðland að Fjallabaki og að Þingvöllum). Nafnið mætti áfram stytta í Náttúruverndin, allt er jú hluti af náttúrunni þótt hún sé að einhverju leyti mótuð af fólki.
* Þjóðvangar Íslands, (Þjóðvangastofnun). Orðið vangur þýðir; völlur, grund eða jörð en orðið garður hefur ýmsar merkingar svo sem hlaðinn garður eða manngerður skrúðgarður eða skemmtigarður. Það er því misvísandi að nota orðið „garður“ um náttúrufriðað svæði sem á að lúta eigin lögmálum en ekki manna. Á sínum tíma þegar Sigurður Þórarinsson og Ármann Snævarr sömdu frumvarp að fyrstu almennu náttúruverndarlögunum lögðu þeir til að nota orðið þjóðvangur í stað orðsins þjóðgarður. (https://www.althingi.is/altext/75/s/pdf/0232.pdf). Í meðförum alþingis var þessu breytt, hugsanlega til samræmis við Þingvallaþjóðgarð. Í náttúruverndarlögum hefur því ætið verið talað um þjóðgarða og því verður varla breytt úr þessu. Vel er við hæfi að ný stofnun sem á að sinna vernd fjölmargra og ólíkra svæða í þágu þjóðarinnar taki upp þetta gamla heiti og héti Þjóðvangastofnun frekar en Þjóðgarðastofnun.
2. Stjórnun og fyrirkomulag Náttúru- og minjaverndar Íslands (Þjóðvangastofnunar)
Strax í 1.gr., 3. mgr. frumvarpsins er kynnt aðgreining á milli þjóðgarða landsins annars vegar og hins vegar annarra svæða og verkefna. Þessi aðgreining er áréttuð þar sem fjallað er um stjórnun og fyrirkomulag stofnunarinnar. Þessi aðgreining er slæm. Hún vinnur gegn meginmarkmiði frumvarpsins, því að samræma stjórnun verndarsvæða landsins.
Þjóðgarðar hafa haft meiri athygli og ákveðinn forgang umfram önnur svæði landsins. Sum verndarsvæði ættu ekki síður að teljast þjóðgarðar en eru það ekki af sögulegum ástæðum og hafa liðið fyrir það. Sagt er að friðlýst svæði á Íslandi fylgi flokkun Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN) en það er ekki að öllu leyti rétt. Allt til ársins 1999 hindruðu ákvæði í lögum að svæði væru friðlýst sem þjóðgarðar nema þau væru öll og ótvírætt í eigu ríkisins. Þetta kom í veg fyrir að nokkur svæði sem eru þjóðgarðsígildi væru friðlýst sem þjóðgarðar. Náttúruverndarráði þess tíma þótti þó mikilvægt að koma einhvers konar friðun yfir svæðin og því voru þau friðlýst sem friðlönd því að friðlönd þurftu ekki að vera í eigu ríkisins. Þetta á við um friðlöndin á Hornströndum, að Fjallabaki og í Lónsöræfum og til tals kom einnig að Reykjanesfólkvangur yrði þjóðgarður. Ekkert þessara svæða var hægt að friðlýsa sem þjóðgarð því að þau voru ekki nema að hluta til í eigu ríkisins eða að um eignarhald var deilt.
Samkvæmt skilgreiningum IUCN þurfa friðlönd ekki að vera stór en þar á náttúran að njóta strangrar friðunar og þar er ekki sérstaklega gert ráð fyrir ferðamönnum. Þjóðgarðar eiga hins vegar að vera tiltölulega stórir, með mikilvæga náttúru sem gestir fá að njóta í samræmi við ákveðnar reglur. Öll ofannefnd svæði falla því mun betur að skilgreiningu á þjóðgarði en á friðlandi. Þótt lög hafi leyft í næstum 20 ár að breyta friðlýsingu þessara svæða í þjóðgarða hefur Umhverfisstofnun ekki gert það. Nú þarf að horfa á friðlýsti svæði á Íslandi í heild sinni undir einum hatti og nefna þau og friðlýsa í samræmi við mikilvægi þeirra til náttúruverndar, ferðamennsku og fræðslu. Þjóðgarðarnir þrír eiga ekki endilega að vera í einhverjum sérflokki.
Valddreifing er af hinu góða. Sú valddreifing sem lögð er til í frumvarpinu er þó of flókin. Skilið er á milli þjóðgarða og annarra náttúruverndarsvæða og þjóðgarðar settir skör hærra með sérstökum stjórnum. Starfsemin gæti orðið kostnaðarsöm án þess að vera markviss og skila góðum árangri. Benda má á að sama sveitarfélag gæti þurft að tilnefna fólk í náttúruverndarnefnd (skv. 14. gr. nv.-laga), í umdæmisráð skv. 13. gr. frumvarpsins og líka stjórn eða svæðisráð þjóðgarðs. Í litlu sveitarfélagi gæti verið erfitt að fá fólk í öll þessi ráð og nefndir, hugsanlega lentu þessi störf á fáum sem svo hefðu ekki tíma til að sinna þeim sem skyldi vegna annarrar vinnu.
Tillaga að breytingu á III. kafla:
Forstjóri Náttúruverndar Íslands er skipaður af ráðherra.
Stjórn Náttúruverndar Íslands: Landinu er skipt í umdæmi. Í stjórn stofnunarinnar er einn fulltrúi frá hverju umdæmi. Stjórnin hefur heildarsýn yfir málaflokkinn á landinu öllu og er samræmingaraðili hvað varðar hlutverk og verkefni umhverfisráða landsins.
(Frumvarpsdrögin eru óþarflega ítarleg hvað varðar verkefni stjórna og ráða. Eðlilegt virðist að svo nákvæm starfslýsing á hlutverki umhverfisráða sé í reglugerð en í lögum aðeins ákveðinn rammi um hana.)
Innan hvers umdæmis er starfsstöð með föstu starfsfólki (sbr. útibú Hafró, Vegagerðar, Minjastofnunar o.fl.). Innan hvers umdæmis er umdæmisráð sem hefur umsjón með náttúruvernd innan umdæmanna sbr. 13. gr. Ef þjóðgarður er innan umdæmis er umdæmisráðið líka stjórn þjóðgarðsins eða svæðisráð hans.
Með slíku fyrirkomulagi hefði ráðið/stjórnin meiri yfirsýn en ella, litið yrði á þjóðgarðinn sem hluta af heild, nánari samvinna yrði við önnur friðlýst svæði í nágrenninu o.s.frv. Það er markvissari nýting fjármagns að hafa launaða starfsmenn sem framfylgja tillögum umdæmisráðsins heldur en að dreifa fjármagni til fundarhalda fólks bæði í umhverfisráðum og stjórnun svæða sem utan funda einbeitir sér að öðrum störfum.
Hugsanleg dæmi:
* Landnám Ingólfs, þ.e. svæðið á milli Ölfusár og Hvalfjarðar og öll nes út, væri eitt umdæmi. Umdæmisráðið hefði þá með að gera Reykjanesskagann allan og væri líka stjórn Þingvallaþjóðgarðs Það hefði því yfirsýn yfir allt þetta svæði sem ætti að auðvelda ýmiss konar stjórnun. Til dæmis er nauðsynlegt að koma á beitarstjórnun í stórum hluta Þingvallaþjóðgarðs þar sem er mikill uppblástur og land jafnvel örfoka. Til að koma á slíkri stjórnun þarf að horfa á stærra svæði en bara þjóðgarðinn. Líka er allt of mikið álag ferðamanna í Þingvallaþjóðgarði. Oft hefur verið bent á að ýmis fyrirbæri sem fólk er að skoða í þjóðgarðinum má líka sjá á Reykjanesi. Ef sameiginleg stjórn væri yfir allt þetta svæði ætti hún auðveldara með en ella að vinna að dreifingu ferðamanna.
* Annað umdæmisráð væri yfir Vestfirði. Það myndi hugsanlega meta hvort leggja ætti til að Hornstrandir yrðu þjóðgarður eða ætti kannski frekar að leggja áherslu á Vatnsfjörð, eða svæðið í kringum Látrabjarg?
Þetta eru bara dæmi um tvö hugsanleg umdæmisráð og ljóst að starf þeirra yrði markvissara heldur en ef þau hefðu bara umsjón með hluta svæðisins og önnur stjórn hefði umsjón með „aðalsvæðunum“ innan þeirra umdæmis.
3. Mikilvægt skref en halda þarf áfram
Með frumvarpinu er tekið löngu tímabært og mikilvægt skref til samræmingar á stjórnun náttúruverndarsvæða á Íslandi. Nauðsynlegt er að halda áfram á sömu braut.
Þrátt fyrir ákvæði 1.gr. frumvarpsins yrðu áfram mikilvæg svæði til náttúruverndar utan þess lands sem Náttúruverndin stýrði, jafnvel svæði í þjóðareign. Sum slík svæði eru í umsjón annarra stofnanna. Þórsmörk er í raun þjóðgarðsígildi en er í umsjón Skógræktarinnar. Ríkisjarðir/þjóðjarðir eða afréttir þeirra eru í umsjón Jarðaumsýslu (fjármála- og efnahagsráðuneyti) svo sem Búðir, Möðrudalur á Fjöllum, nokkrar eyjar o.fl. Einnig getur verið óljóst um valdsvið Náttúruverndarinnar á ákveðnum stöðum innan svæða í hennar umsjón. Þetta á t.d. við um Ásbyrgi sem er innan Vatnajökulsþjóðgarðs en skógurinn þar er í umsjón Skógræktarinnar, Dimmuborgir við Mývatn eru í umsjón Landgræðslunnar, svæði í Hvannalindum (Vatnajökulsþjóðgarður) er í umsjón Minjaverndar Íslands (það á reyndar við um miklu fleiri svæði). Einnig eru miklar þjóðlendur innan Vatnajökulsþjóðgarðs en slík svæði eru í umsjón forsætisráðuneytis. Þau svæði á Íslandi sem mikilvægt er að vernda þarf að fela hinni nýju stofnun, Náttúruverndinni, og hún þarf að eiga síðasta orðið í stjórnun þeirra.
Mjög víða eru minjar um líf og búsetu fyrri kynslóða á friðlýstum svæðum. Þótt slíkar minjar séu hvergi eins afgerandi og á Þingvöllum þá eru þær að einhverju leyti sýnilegar og víða mikilvægar á flestum náttúrusvæðum. Önnur svæði eru mikilvæg verndarsvæði fyrst og fremst vegna minja og þar þarf að taka á móti fólki og gera það vel, rétt eins og á náttúrusvæðum. Því miður hefur minjum innan náttúruverndarsvæða víða lítið verið sinnt. Ástandið er þó jafnvel enn verra utan svæðanna, gamlar þjóðleiðir sem fólk notaði í 1000 ár eru að hverfa og bráðum veit enginn hvar þær voru, vörður eru hrundar, áningarstaðir að gleymast og hverfa. Sagan í landinu að týnast. Þarna þarf að gera átak og samstarf á milli Náttúruverndarinnar og Minjaverndar þarf að stórauka. Eðlilegt er að ræða hvort einhver verkefni Minjaverndar ættu að falla undir Náttúruvernd Íslands.
Sigrún Helgadóttir
Kennari, landvörður,
líf- og umhverfisfræðingur.
ViðhengiD:\COPY from Seagate Expansion Drive\G drif\Lúðvíg\Documents\Lúðvíg 2005 300506\Viðreisn\Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðsstofnun 18-19.docx
Viðhengi1. Ekki er ráðlegt að þjóðgarðsvæða fyrr en búið er að kryfja til mergjar hvað gerðist í raun í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs (sem endaði með skandal í sumar og hefur verið reynt að þaga í hel).
Koma verður í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig.
Ekki er minnst á það í þessum frumvarpsdrögum.
2. Fulltrúi útivistarsamtaka "Samút" er áfram áheyrnafulltrúi. Óásættanlegt að fulltrúi Samút hafi ekki atkvæðisrétt ásamt tillögurétti og málfrelsi.
3. Einfalda þarf til mikilla muna stjórnkerfið í fyrirhuguaðri Þjóðgarðsstofnun. Stjórnkerfi VJÞ er alltof flókið, svo flókið að starfsfólk VJÞ er í vandræðum með að skilja sínar valdheimildir s.s. hver er yfir hverjum og hver ber ábyrgð á hverju.
Hvernig væri að frumvarps-smiðir LÆSU skýrslu Capasent sem kom út í vor og tækju tillit til þeirra ávirðinga sem þar koma fram.
Stórundarlegt er að ráðherra ef kveðst ekki hafa heimildir til að stíga inn í og taka á málum þegar kvartað er til hans með ítarlegum greinargerðum. Þetta valdaleysi ráðherra gagnvart stofnun sem heyrir undir hann er ekki eðlilegt og þessvegna er ástæða að staldra við áður en sett er á stofn enn flóknara batterí.
4. Verulega er þrengt að vetrarakstri vélknúinna tækja utan vega.
Stendur til að innleiða "leyfð vetraraksturssvæði" sem er verulega neikvæð nálgun í ætt við það sem kennt hefur verið við norðmenn "allt bannað nema það sem er sérstaklega leift" (Sama ef lög myndu segja "sekur uns sakleysi sannast"). Þessi nálgun ætti ekki að sjást í nokkru landi.
5. Öll heimild fyrir löglegum akstri utan vega virðist hvergi vera í þessu frumvarpi. Hvað með bændur og björgunarsveitir, er ekki gert ráð fyrir þeim í þjóðgörðum, verður kannski bannað að slasast eða þurfa aðstoð í þjóðgörðunum.
6. Ef frumvarpið verður samþykkt þá verður gjalttaka fyrir dvöl í þjóðgörðunum fest í lög. Samkvæmt þextanum virðist þá vera heimild til að rukka fyrir dagsdvöl hvar sem er í þjóðgarðinum, þó að dvalist sé fjarri allri þjónustu.
Vantar skýrari reglur um þetta.
7. Hvað með félagasamtök sem eiga og reka skála á hálendinu (þjóðgörðunum). Hvar er þeirra réttur? þeir voru allir komnir áður en þjóðgarðar urðu til.
8. Slóðar á hálendinu sem eknir hafa verið í áratugi eiga bara að vera opnir eins og þeir hafa verið, en leggja áherslu á að merkja þá bæði á kort og með stikum. Einnig leggja mikla áherslu á að kynna og upplýsa ferðafólk um hvernig ferðas ber um hálendið. Með þessu móti lágmarkast utanvegaakstur og skemmdir á náttúrunni.
9. Afnema lokun á Vonarskarði og opna fyrir gamla slóðann frá Vonarskarði suðuryfir Tungnáraura
ViðhengiMeð erindi dags. 30. júlí sl. óskaði umhverfis- og auðlindaráðuneytið eftir umsögn Veðurstofu Íslands um drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar.
Umsögn Veðurstofunnar er sem hér segir:
Í 27. gr., 2. mgr. segir m.a.: „Í stjórnunar- og verndaráætlun skal nánar tiltekið gerð grein fyrir markmiðum verndar á einstökum svæðum innan viðkomandi þjóðgarðs, verndaraðgerðum, vöktun, landnýtingu, öryggismálum, mannvirkjagerð, samgöngum og öðrum innviðum á svæðinu.“
Mikilvægt er að fram komi að þessar áætlanir séu gerðar í samræmi og samráði við aðra vöktun, s.s. þá vöktun sem tengist lögum um stjórn vatnamála nr. 36/2011 og vöktun vegna náttúruvár.
Samráð er tryggt í 28. gr., en vafamál er hvort þar sé nægilega kveðið á um að tryggja samræmi og tengsl mismunandi vöktunaráætlana.
Í 29. gr., 2. mgr. segir m.a.: „Mannvirkjagerð og hverskonar jarðrask innan þjóðgarðs eru óheimil ef ekki er gert ráð fyrir þeim í stjórnunar- og verndaráætlun, sbr. þó 34. og 36. gr. Óheimilt er að gera nokkurt það jarðrask eða reisa mannvirki innan þjóðgarðsins á Þingvöllum nema að fengnu samþykki stjórnar þjóðgarðsins og Þingvallanefndar ... .“
Í 34. gr., 1. mgr. segir m.a.: „Afla skal leyfis Þjóðgarðastofnunar vegna skipulagðra viðburða og verkefna sem kalla á aðstöðu mannafla eða meðferð tækja í þjóðgarði svo sem … rannsókna.“
Í 36. gr., 3. mgr. segir m.a.: „Ef brýna nauðsyn ber til er Þjóðgarðastofnun, í samráði við önnur yfirvöld eftir atvikum, heimilt að ráðast í framkvæmdir sem ekki er gert ráð fyrir í stjórnunar- og verndaráætlun ... . Skilyrði er að með framkvæmdinni sé brugðist við náttúruvá eða öðrum óvæntum aðstæðum og að framkvæmdin sé unnin í öryggisskyni eða vegna rannsókna sem nauðsynlegar eru til að tryggja almennt öryggi.“
Veðurstofan telur að í þessum greinum sé ekki nægilega vel tekið tillit til fagstarfsemi stofnunarinnar vegna vöktunar á náttúruvá, vatnafari og náttúrufari. Ekki er ljóst hvað fellur undir skilgreininguna jarðrask og svo virðist sem afla þurfi leyfa vegna rannsókna- og eftirlitshlutverks stofnunarinnar og einungis Þjóðgarðastofnun sé þá framkvæmdaraðili. Mörg virk svæði falla innan núverandi þjóðgarða og mikilvægt er að tryggja að starfsemi Veðurstofunnar, s.s. vegna uppsetningar nýrra tækja eða búnaðar vegna vöktunar atburða, sé ekki heft eða takmörkuð að gefnum eðlilegum forsendum við slíka vöktun. Sama á við um fyrirbyggjandi mælingar og rannsóknir vegna mögulegra flóða eða breytinga á jarðskjálftavirkni á viðkomandi svæðum. Ennfremur má í þessu sambandi nefna ákvæði í 31. gr. er varðar umferð vélknúinna ökutækja, báta, loftfara og dróna. Mögulega er hægt að tilgreina sérstaka undantekningu er varðar vöktun náttúruvár, en í slíkum atburðum getur verið afar hamlandi að þurfa að byrja á að afla tilskilinna leyfa o.s.frv. Skoða mætti 34. gr. með þetta í huga.
Veðurstofan telur eðlilegt að ákvæði um fagstarfsemi er varða náttúruvá, náttúrufar og vatnafar séu ekki háð sömu skilyrðum og önnur starfsemi. Hér er um samfélagslega afar mikilvæg viðfangsefni að ræða sem oft eiga sér mjög skamman aðdraganda. Betur færi á að fjallað sé um ákvæðin í lögum en í stjórnunar- og verndaráætlun hvers þjóðgarðs fyrir sig, enda er um málefni að ræða sem tekur til allra þjóðgarðanna.
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti
Samráðsgátt
Gunnarsholti, 4. september 2018
Efni: Umsögn Landgræðslu ríkisins um fumvarp um nýja stofnun (Þjóðgarðastofnun) sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar
Á samráðsgátt stjórnvalda liggja nú frammi, til umsagnar, drög að tveimur frumvörpum sem gera má ráð fyrir að gefi náttúruvernd á Íslandi byr undir báða vængi, verði þau að lögum. Annars vegar eru það drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og hins vegar eru það breytingar á núgildandi náttúruverndarlögum. Landgræðsla ríkisins lýsir yfir mikilli ánægju með það að samræma eigi og styrkja stjórnsýslu og almenna ummönnun þjóðgarða og náttúruverndarsvæða. Um leið er almenn náttúruvernd, skv. gildandi náttúruverndarlögum, færð til hinnar nýju stofnunar að mestu sem vonandi leiðir til að sá þáttur styrkist og eflist.
Landgræðslu ríkisins ber samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 17/1965 m.a. að vinna að gróður- og jarðvegsvernd sem og að græða upp eydd og vangróin lönd. Stofnunin vinnur á ýmsan hátt að sandgræðslu, gróður- og jarðvegsvernd, gróðureftirliti, rannsóknum o.fl. Þá hefur stofnuninni verið falin framkvæmd verkefnisins Endurheimt votlendis, í samræmi við sóknaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum sem og að unnið er að vörnum gegn landbroti, sbr. lög nr. 91/2002.
Ofangreind verkefni Landgræðslu ríkisins eiga mjög mikinn samhljóm í þeim verkefnum sem nýrri stofnun, Þjóðgarðastofnun, er falið skv. þeim frumvörpum sem hér eru til umfjöllunar, ekki síst frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd. Endurheimt og vernd gróðurs- og jarðvegs fellur þannig saman við hlutverk Þjóðgarðastofnunar, sbr. I. kafla frumvarps til náttúruverndarlaga. Landgræðsla ríkisins hefur um árabil veitt stofnunum á sviði náttúruverndar ráðgjöf og unnið farsællega með þeim að landgræðslu og verndaraðgerðum innan þjóðgarða og friðlýstra svæða. Landgræðsla ríkisins vill í því ljósi beina því til ráðuneytisins að þessi skörun verði gaumgæfð mjög vel.
Landgræðsla ríkisins hefur ekki almennar athugasemdir/ábendingar um það efni frumvarps til laga um Þjóðgarðastofnun er snýr að hinni viðamiklu uppbyggingu innviða og stjórnkerfis þeirrar stofnunar. Þó tengsl verkefna Þjóðgarðastofnunar og Landgræðslu ríkisins séu mun augljósari í ljósi ákvæða náttúruverndarlaga þá er þau þó einnig að finna í frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun.
Í því samhengi má benda á 1. og 2. tölulið 5. gr. frumvarpsins um að vernda skuli lífríki og að almenningur skuli eiga kost á að njóta náttúru einstakra svæða. Þá má og benda á ákveðna skörun í 27. og 28. gr. frumvarpsins. Landgræðsla ríkisins leggur til að bætt verði inn í 2. mgr. 27. gr., sem fjallar um það sem fram skuli koma í stjórnunar- og verndaráætlun, orðinu endurheimt vistkerfa. Þannig er lagt til að 1. ml. 2. mgr. 27. gr. hljómi svo:
„Í stjórnunar- og verndaráætlun skal nánar tiltekið gerð grein fyrir markmiðum verndar á einstökum svæðum innan viðkomandi þjóðgarðs, verndaraðgerðum, [endurheimt vistkerfa,] vöktun, landnýtingu, öryggismálum, mannvirkjagerð, samgöngum og öðrum innviðum á svæðinu.“
Landgræðsla ríkisins telur þannig að skilyrðislaust eigi að fjalla um endurheimt vistkerfa í stjórnunar- og verndaráætlunum einstakra svæða sé þeirra á annað borð þörf og er það í samræmi við það vinnulag sem hefur verið hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Umfjöllun um slíkt atriði í stjórnunar- og verndaráætlun væri til þess að endurheimtin fengi ennþá aukið vægi. Tillögur um slíka endurheimt vistkerfa mundu án efa koma að einhverju leyti frá (og í öllu falli a.m.k. til umsagnar hjá) Landgræðslu ríkisins, sbr. 5. ml. 1. mgr. 28. gr. frumvarpsins en þar kemur fram að tillögur til stjórnunar- og verndaráætlunar skuli á öllum stigum unnar í samráði við hlutaðeigandi fagstofnun ríkisins. Það að bæta inn orðinu endurheimt vistkerfa í upptalningu þess sem fram skal koma í stjórnunar- og verndaráætlun, sbr. 2. mgr. 27. gr., er og í samræmi við 2. ml. 2. mgr. 30. gr. frumvarpsins sem veitir heimild fyrir ýmsum framkvæmdum, þ.m.t. framkvæmdum er tengjast endurheimt landgæða.
Landgræðsla ríkisins vill loks benda að nafnið Þjóðgarðastofnun, sem er vinnuheiti stofnunarinnar, er alls ekki gott og beinlínis villandi fyrir stöðu og verkefni hinnar fyrirhugðu stofnunar. Lagt er til að hin nýja stofnun heiti Náttúruverndin sem endurspeglar betur hlutverk fyrirhugaðrar stofnunar.
Virðingarfyllst,
f.h. Landgræðslu ríkisins
______________________________
Árni Bragason
Athugasemdir við drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun.
Inngangur.
Hreppsnefnd Ásahrepps gerir athugsemdir við forsendur frumvarpsins, þ.e.a.s. að stofnuð verði sérstök stofnun til að hafa umsýslu allra þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða. Til staðar eru stofnanir, s.s. Umhverfisstofnun, sem fara með þessi verkefni og ætti að frekar að skerpa á þeim verkefnum sem þeim hefur verið falið. Fjármagn til náttúruverndarsvæða hefur verið af skornum skammti um langt árabil. Nær væri að nota það fjármagn sem ætlað er í þessa kerfisbreytingu til uppbyggingar og verndunar á núverandi náttúruverndarsvæðum.
Önnur afar alvarleg ákvæði eru í þessum drögum að frumvarpi, sem hreppsnefnd Ásahrepps getur engan veginn sætt sig við. Það er ljóst að hinn gamli draugur, að skerða skipulagsvald og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga, lifir góðu lífi. Þetta er því miður raunin og hefur sýnt sig á undanförnum misserum að einbeittur vilji sé til að ganga þá vegferð. Einnig er sami draugur að ganga erinda sérkennilegra viðhorfa sem snýr að eignarrétti almennings og almennri virðingu fyrir honum.
Nú verður vikið sérstaklega að einstaka greinum frumvarpsins hvað þetta varðar.
4. gr. Þjóðgarðar.
Í loka málsgrein þessarar greinar kemur fram að hafa skal samráð við viðkomandi sveitarstjórn áður en landsvæði í sveitarfélaginu er friðlýst sem þjóðgarður. Það er stór munur á hvort samráð skuli haft eða að hugmyndir hljóti samþykki viðkomandi sveitarstjórnar. Þetta er óásættanlegt að mati hreppsnefndar Ásahrepps. Krafa er gerð um að samþykki viðkomandi sveitarstjórnar þurfi að liggja fyrir. Ákvæði sem þetta skapar einungis vantrú og vantraust á milli aðila, sem fólk í nútíma samfélagi ætti að hafa fullan skilning á. Sérstaklega þegar við teljum okkur þróðað lýðræðisríki sem virði mannréttindi og lýðræði.
10. gr. Kaup, eignarnám, bætur og lóðarleigusamningar.
Þessari grein og hugmyndafræðin sem liggur að baki er óásættanleg. Henni er mótmælt harðlega. Í þessari grein kemur fram heimild til Þjóðgarðastofnunar, að fengnu leyfi ráðherra, að taka eignarnámi lönd, mannvirki og réttindi til þess að framkvæma friðun.
Hér er verið að veita Þjóðgarðastofnun heimild, t.d. að kaupa nytjarétt sem hefur m.a. verið lögvarinn með úrskurði Óbyggðanefndar þegar um er að ræða afrétti á þjóðlendum. Það er alveg ljóst, með úrskurði Óbyggðanefndar, að hinum óbeina eignarrétti nytjarétthafa á afréttum verður ekki hnikað, nema með eignarnámi. Hér liggur það fyrir, svart á hvítu, að það er hluti af hugmyndafræðinni sem liggur að baki þessara draga að frumvarpi.
Þessum hugmyndum er mótmælt harðlega og þess krafist að verði felld brott úr þessum drögum að frumvarpi. Ásættanlegt gæti talist að Þjóðgarðastofnun mætti kaupa upp slíkar eignir ef handhafi þeirra eigna vildi selja, en færa slíkt vald til stjórnenda einnar stofnunar, með samþykki ráðherra, er algerlega ótækt. Slík völd og heimildir eiga ekki að sjást í lögum þessa lands, sem kennir sig við mannréttindi og lýðræði.
13. gr. Umdæmisráð.
Umfjöllun um umdæmisráð er afar laus í reipunum. Þarna er hugmyndin ómótuð og sett í vald ráðherra að fengnum tillögum Þjóðgarðastofnunar. Ekki er að sjá að sveitarfélög hafi neitt um það að segja hvaða hugmyndafræði liggi á bak við afmörkun svæða umdæmisráða.
Þetta þarf að útfæra mun betur og er ekki ásættanlegt eins og sett er fram í þessum drögum.
29. gr. Réttaráhrif stjórnunar- og verndaráætlunar.
Hreppsnefnd Ásahrepps mótmælir þeirri skerðingu á skipulagsvaldi sveitarfélaga sem kemur fram í þessari grein.
34. gr. Leyfisveitingar.
Heppsnefnd Ásahrepps mótmælir þeim hugmyndum sem koma fram í þessar grein er varða ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Sérstaklega er vísað til þeirra hugmynda um vald Þjóðgarðastofnunar um kaup og eignarnám sem tíundað er í 10 gr. og hér hefur verið gerð athugasemd við, fyrr í þessari umsögn / athugasemd.
Lokaorð.
Þessi drög að frumvarpi sem kynnt hafa verið núna á samráðsgátt Stjórnarráðsins er engan veginn til þess fallin að efla trúnað og traust milli ríkis og sveitarfélaga. Enn og aftur er vegið að skipulagsvaldi sveitarfélaga. Það sem alvarlegra er þó, það er heimild um að taka eignir og réttindi fólks eignarnámi. Ekki er hægt annað en að velta því fyrir sér, hvað vakir fyrir fólki sem leggur upp í slíka vegferð. Því miður er þetta ekki eina atlagan sem gerð hefur verið í sama tilgangi. Trúlega hafa þeir sömu aðilar trú á því að dropinn holi steininn að lokum. En þetta er þreytandi og á ekki að þurfa að vera í þessum farvegi ef vinnubrögðin sýndu annað andlit. Hér er verið að auka tortryggni og vantrú á markmið, sem geta svo sannarlega verið göfug.
Það er ósk og krafa hreppsnefndar Ásahrepps að þessi drög verði dregin til baka og unnin faglega með það að markmiði að ásættanlegur grunnur og sátt fáist fyrir lagasetningu af þessu tagi. Einnig finnst hreppsnefnd Ásahrepps það hafi verið meiri bragur af og eðlilegra að láta nýlega skipaða nefnd um Miðhálendisþjóðgarð ljúka sínu starfi áður en frumvarp af þessu tagi er lagt fram. Þetta er í hæsta máta einkennilegt að koma fram með þessi drög á þessum tíma, í þessu formi, ári áður en áðurnefnd nefnd á að skila af sér sinni vinnu.
Ályktun frá aðalfundi Veiðifélags Landmannaafréttar, 23. ágúst 2018.
Aðalfundur Veiðifélags Landmannaafréttar, þann 23. ágúst 2018, mótmælir fyrirliggjandi drögum að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun, sem kynnt hefur verið af umhverfisráðuneytinu á samráðsvettvangi stjórnarráðsins. Þar er freklega vegið að skipulagsrétti sveitarfélaga. Því er mótmælt harðlega.
Aðalfundur mótmælir einnig harðlega hugmyndum um að veita Þjóðgarðastofnun heimild, með samþykki ráðherra, að taka fasteignir, lönd og nytjarétt eingarnámi.
Aðalfundur skorar á stjórnvöld að láta slík ákvæði aldrei verða að lögum í okkar landi.
umsögn Fljótsdalshrepps fylgir í viðhengi
ViðhengiSent fh. Þorsteins Ásgeirssonar pípulagningarmeistara. (Þorsteinn hefur ekki aðgang að Íslykli)
Athugasemdir við drög að þjóðgarðalögum
Í drögum þessum er stjórnvöldum heimilað að ráðskast með land í allt of miklum mæli. Hér er verið að beita blekkingum sem notaðar hafa verið áður með sama hætti. Sagt er að einn aðal tilgengur laganna sé að veita almenningi aðgang að náttúrunni. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði er önnur. Þar hefur verið beitt lokunum langt umfram meginreglur stjórnsýslulaga um málefnalegar ástæður og meðalhóf. Það sýnir blekkingarnar að útivistarsamtök hafa lítið að segja um málefni þjóðgarðsins.
Verndaráætlun á að auglýsa. Væri ekki rétt að gera það að skyldu að senda þeim útivistarfélögum sem hafa 30 félaga eða fleiri slíkar áætlanir fyrirfram.
Þá eru stjórnvöldum veitt heimild til að friða nánast allt landið án aðkomu Alþingis. Að auki verður landið eign ríkisins. Að vísu ber að greiða eignarnámsbætur. Á það skal bent að reglur um eignarnám segja að brýna nauðsyn verði að vera til staðar. Þetta hafa dómstólar túlkað þrengra nú síðustu ár. Má þar nefna vegastæði sem var sett út í fjörð vegna mótmæla landeiganda á eignarnámi á landi.
Eignaréttur er bæði beinn og óbeinn. Óbeinn réttur er m.a. réttur manna til að ferðast um landið. Réttur bænda til beitarnyta og að fara eftir fénu ríðandi, á fjórhjólum eða gangandi. Ekkert tillit er tekið til þess í þessum drögum.
Áskilin er réttur til að koma að ýtarlegri athugasemdum að þegar endanlegt frumvarp verður lagt fram.
Þorsteinn Ásgeirsson
Það stingur í augu að í skv drögunum er aðkoma útivistarsamtaka ferðaþjónustuaðila og almennings takmörkuð. Hér virðist vera á ferðinni einkamál nokkurra einstaklinga sem hafa sterkar skoðanir hvernig á að nýta hálendið. Lokanir í Vatnajökulsþjóðgarði hræða.Sama stefna í en margfalt harðari er uppi í þessum drögum. Þetta mun hafa afar neikvæð áhrif á upplifanir Íslendinga í hálendisferðum og takmarka fjðlda erlendra ferðamanna sem koma hingað og færa björg í bú.
Umsögn Landvarðafélags Íslands við frumvarpi um Þjóðgarðsstofnun
September, 2018.
Landvarðafélag Íslands fagnar því að verið sé að leitast eftir því að stjórnsýsla allra friðlýstra svæða verði undir einni stofnun. Landvarðafélagið hefur talað lengi fyrir sameiginlegri stofnun þar sem náttúruvernd væri færð yfir í eina ríkisstofnun. En við teljum þetta vera mikið heillaskref fyrir Íslenska náttúru þar sem yfirsýn og fagmennska í náttúruvernd er loksins gefið tækifæri á að blómstra. En hingað til hefur náttúruvernd verið gerður mikill óleikur með fjársvelti og dreifingu á of margar stofnanir sem hefur í för með sér hærra flækjustig. Náttúruvernd er tiltölulega ungt fyrirbæri á Íslandi og er enn í þróun og því gífurlega mikilvægt að standa vel að málunum og vinna saman að framtíðarsýn og skapa traust. En náttúruvernd hefur sjaldan verið jafn mikilvæg hér á landi í ljósi fjölgunar ferðamanna og loftlagsbreytinga.
Landvarðafélagið hefur um langan tíma verið eini sameiginlegi vettvangur landvarða sem vinna fyrir mismunandi stofnanir hafa þar haft tækifæri til að kynnast og deila vitneskju sinni. Ný stofnun er því mikilvæg fyrir samþættingu í starfi og kjörum landvarða og þar af leiðandi einnig stórt skref í að viðhalda þekkingu og fagmennsku í greininni.
Margt er gott í frumvarpsdrögunum, þó er lítið talað um friðlýst svæði almennt, en þau eru nefnd að mestu í náttúruverndarlögum. Það væri betra að draga þetta tvennt saman og gera að heild fremur en að fjallað sé svona mikið um friðlýst svæði annarsvegar og svo hins vegar þjóðgarða. Frumvarpið virkar sérkennilegt með þessa ofuráherslu á þjóðgarða og passa verður að halda öðrum friðlýstum svæðum til haga. Með sömu rökum er nafnið Þjóðgarðastofnun mjög óhentugt. Frekar ætti nafnið að hafa skýrskotun í friðlýst svæði, því þjóðgarðar eru jú friðlýst svæði einnig. Enn sem komið er lýst okkur best á Náttúruvernd Íslands sem er lýsandi yfir heildarvinnu stofnunarinnar. En einnig mætti skoða önnur nöfn eins og t.d. Náttúra Íslands,
Það þarf að skilgreina betur skipulag þjóðgarða og friðlýstra svæða en í II. Kafla, 4.gr er nefnt að friðlýsa megi sem þjóðgarð stór náttúrusvæði sem séu lítt snortin. Hér þarf að huga að verndun villtrar náttúru en eins og kemur fram í 5.gr er eitt höfuð markmið þjóðgarða að gefa almenningi kost á að kynnast svæðinu sem er vissulega jafn mikilvægt og að vernda ósnerta náttúru. Hinsvegar er þetta mikill línudans að finna sjálfbæra nýtingu á milli verndunar og uppbyggingu innviða og því þarf að draga skýra línu frá upphafi til að valda ekki deilum seinna meir. En villt náttúra landsins er fágæt og hverfandi og hér mætti bæta frumvarpið með því að skilgreina skipulag þjóðgarða og friðlýstra svæða betur. Til að mynda þarf staðsetning þjónustumiðstöðva og rask að vera bundið við ákveðin hluta t.d. jaðar þjóðgarðs og að ávallt sé tekið frá sérstaklega land sem er skilgreint sem víðerni eða villt náttúruna, wilderness á ensku. Þetta víðerni væri t.d 50-90% af landi þjóðgarðsins.
Einnig má þá bæta við í 5. gr. markmiði að vernda skal sérstaklega upprunalega, ósnerta og villta náttúru svæðisins. Þar sem innviðir eru ekki til staðar og náttúran í fyrsta sæti.
Meðal helstu athugasemda Landvarðafélags Íslands er að einungis eru landverðir nefndir einu sinni í frumvarpinu. Eðlilegast væri að Landverðir væru nefndir í sér grein líkt og þjóðgarðsverðir sem gæti hljóðað einhvernvegin svona og væri í III. kafla á eftir grein um miðlæga stoðþjónustu:
27. gr
Innan ::“nafn stofnunarinnar“:: starfa landverðir, þeir eru ráðnir til að sinna náttúruvernd og öðrum verkum á friðlýstum svæðum og öðrum svæðum sem þarfnast vinnu landvarða. Utan háannatíma sinna landverðir verkefnum frá miðlægri stoðþjónustu stofnanarinnar. Ráðherra kveður á með reglugerð um frekari verkefni og starfsemi Landvarða.
Einnig þykir okkur mikilvægt að landverðir sem starfa daglega í samtali við gesti og náttúruna sjálfa. Safna þekkingu um þolmörk, tækifæri og þekkja alla jafna best til aðstæðna eigi beina boðleið að þjóðgarðsvörðum og hafi vægi í skipulagi framkvæmda innan friðlýstra svæða. Hér gæti föst stöðugildi landvarða með þekkingu á svæðunum nýst vel til dæmis innan miðlægar stoðþjónustu.
Í framhaldi þá þarf að passa samræmingu sérstaklega vel milli svæða er varðar aðbúnað landvarða. Hingað til hafa landverðir verið með stofnanasamning við þjóðgarðana tvo en Þingvallaþjóðgarður ekki tekið þátt í slíkum samningi. Það hefur því verið vandasamt að fá yfirsýn yfir kjör landvarða á landsvísu. Hér þarf að taka fram að þjóðgarðarnir verði að samræma vinnutíma, kaup og kjör yfir landið allt. Einnig þarf að koma á sanngjörnu kerfi um fjölda landvarða og yfirlandvarða á hverri starfstöð. Hægt er að nota upplýsingar um fjölda ferðafólks, stærð, vegakerfi og erfiðleikastig svæða til þess. Rætt er lauslega um samstarf í 23. gr. III. Kafla en hér þarf að byggja upp sterkt regluverk því einnig þarf að sjá til þess að fjármagn og framkvæmdir séu sanngjarnar milli svæða og líklega þarf sérstakt teymi til að sjá til þess. Einnig þarf að samræma og hafa landverði með í ráðum við byggingu á íbúðarhúsum og öðrum íverustöðum á friðlýstum svæðum. Slíkar byggingar eiga að vera einfaldar, falla vel að umhverfi og vera fyrst og fremst praktískar. Þola veður og vind og taka mið af aðstæðum.
Annað er að ein stjórnun friðlýstra svæða er sett upp í þessu frumvarpi, þá er enþá verðið að halda uppi skiptingu á milli friðlýstra svæða. Þar er mismunandi stjórnunarfyrirkomulag fyrir mismunandi þjóðgarða og síðan er allt annað stjórnununarfyrirkomulag fyrir friðlýst svæði. Félagið fagnar því þó að gert sé ráð fyrir því að svæðisráð og umdæmisráð getur verið eitt og það sama. Þó er hættan sú að erfiðara getur verið að fá sum sveitarfélög með þar sem t.d þjóðgarður er ekki innan þeirra svæðis og því enn mikilvægara að áherslan sé á friðlýst svæði í heild. Það er skiljanlegt því hættan getur verið sú að mikill kraftur fari í þjóðgarðana. En við sjáum mikla kosti í svæðaskiptingu og að skrifstofur, upplýsingamiðstöðvar og landvörlsustöðvar stofnuninnar séu dreifð um landið.
Eins og drögin af frumvarpinu eru sett upp, þá er eitt það helsta sem breytist við þessa stofnun það að peningarnir fara allir í gegnum sömu skrifstofu. Hvetur því Landvarðafélag Íslands Ráðherra og ráðuneytið að endurskoða frumvarpið áður en það verður lagt fram til að tryggja að umsjón með öllum friðlýstum svæðum verði sem einföldust, samvinna milli svæða verði tryggð, þekking tapist ekki og nýtist sem best fyrir náttúru Íslands og að mikið auka fjármagn fylgi með stofnun stofnunarinnar til að hún þurfi ekki að berjast í bökkunum á fyrstu árum sínum og hægt sé að vinna að málefnum náttúruverndar sómasamlega.
Athugasemdir snúa að
- Of mikið vald ráðherra
- Í stjórnum er yfirleitt „einn fulltrúi tilnefndur af umhverfisverndarsamtökum“. Að mínu mati ættu þau samtök ekki að fá meira vægi en aðrir þar sem að ýmsir aðrir hagsmunaaðilar eiga þarna hagsmuna að gæta sem fara ekki endilega saman. Útivistarfólk, bændur, veiðimenn, ferðaþjónusta, 4*4 o.fl. samtök eru ekki endilega með sömu áherslur og umhverfisverndarsamtök. Dæmi eins og vegagerð um Teigskóg. Þá virðist ekki vera gerðar neinar kröfur um reynslu eða menntun stjórnarmanna. Tel að hér þurfi meiri víðsýni í stjórnina og setja heldur skýrari markmið og stefnu sem stjórnin eigi að fara eftir (stofnsamþykktir) , frekar en að setja hagsmuni einna samtaka umfram annarra.
Frekari viðbætur við áður innsendar athugasemdir: Legg ég til að fram fari ýtarleg þarfagreining á sem flestum þáttum er við kemur uppbyggingu og starfsem í þjóðgörðum með reynslu annara slíkra erlends frá séð í nútíma og í framtíð eins og hægt er. Hér á ég við umsagnir allra sem geta lagt verkefninu lið nokkuð í anda Þjóðfundarins því verkefnið sem slíkt er margslungið og erfitt yfirsýnar til að forða stagbætur í framtíðinni. Mæli ég með víðtæku fagráði ýmissa fræði -og kunnáttumanna sem hafa nægan tíma til tillagna og úrræða til að festa ekki ákveðið úrlausnarform í sessi sem verður tregt til breytinga í reynslu tímans. Þetta ætti ekki að vera hastverk.
Virðingarfyllst,
Lúðvíg Lárusson
Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun.
F.h. sambandsins,
Guðjón Bragason
ViðhengiSkipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings fagnar áformum um nýja Þjóðgarðastofnun sem ætlað er að styðja við starfsemi þjóðgarða og friðlýstra svæða.
Þjóðgarðarnir eru mikilvægur innviður í fjölmörgum samfélögum á landsbyggðunum og leggur ráðið ríka áherslu á að starfsemi stofnunarinnar verði með lögum staðsett á landsbyggðunum.
F.h. ráðsins, Silja Jóhannesdóttir, formaður Skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Skuggasundi i 1
150 Reykjavík
Reykholti, 5. september 2018
1809001 AS
Efni: Athugasemdi við drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun
Með tölvuskeyti dags. 27. júlí 2018 var vakin athygli á því að drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun væru til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins og að frestur til að skila athugasemdum væri gefinn til 5. september.
Eftirfarandi eru athugasemdir Bláskógabyggðar:
Bláskógabyggð gerir athugasemdir við þær takmarkanir á skipulagsvaldi sveitarfélaga sem felast í frumvarpsdrögunum.
Er t.a.m. gerð athugasemd við ákvæði 4. gr. frumvarpsdraganna þar sem tiltekið er að haft skuli samráð við viðkomandi sveitarstjórn áður en landsvæði í sveitarfélaginu er friðlýst sem þjóðgarður. Ekki er að finna í ákvæðinu sjálfu, né í almennum athugasemdum við frumvarpið, eða í athugasemdum um 4. gr. frumvarpsdraganna, neina nánari útlistun á því hvernig samráðinu skuli háttað og verður að telja það verulegan galla á ákvæðinu. Bláskógabyggð telur að auki nauðsynlegt að samþykki sveitarstjórnar liggir fyrir áður en land er friðlýst sem þjóðgarður og er það í samræmi við tillögur starfshópsins sem vann upphafleg frumvarpsdrög. Af hálfu Bláskógabyggðar er þess farið á leit að ákvæðinu verði breytt á þann veg að samþykki sveitarstjórnar verði áskilið fyrir friðlýsingu lands sem þjóðgarðs.
Að sama skapi er kveðið á um það í 6. til 8. gr. frumvarpsdraganna að ráðherra geti með reglugerð ákveðið stækkun þjóðgarða. Í 6. gr. er sérstaklega fjallað um þjóðgarðinn á Þingvöllum, sem er innan marka Bláskógabyggðar. Ekki er tiltekið í 6. gr. að samráð við sveitarfélagið sé hluti af málsmeðferð ráðherra og því allsendis óvíst að stækkun þjóðgarðsins kæmi á borð sveitarfélagsins. Á sama hátt og varðandi stofnun nýrra þjóðgarða skv. 4. gr. telur Bláskógabyggð að samþykki sveitarfélaga ætti að vera áskilið fyrir stækkun þjóðgarða. Er m.a. horft til þess að í ummmælum um 6. gr. í greinargerð með frumvarpsdrögunum er gerð grein fyrir því að um verulega stækkun þjóðgarðsins gæti verið að ræða sem væri ekki takmörkuð við nánasta nágrenni Þingvalla við Öxará. Slík ákvörðun er þess eðlis að nauðsynlegt er að leggja samþykki sveitarfélagsins til grundvallar. Einnig er gerð athugasemd við það að nái svæðið eftir stækkun til fleiri sveitarfélaga en áður yrðu viðkomandi sveitarstjórnir að koma sér saman um fulltrúa í stjórn. Af hálfu Bláskógabyggðar er það ekki talið ásættanlegt að til þess gæti komið að sveitarfélagið ætti ekki fulltrúa í stjórn stækkaðs þjóðgarðs. Gæti þetta fyrirkomulag leitt til þess að sveitarfélög ættu ekki aðkomu að gerð stjórnunar- og verndaráætlana þjóðgarða innan sinna marka nema í gegnum almennan athugasemdarétt almennings og hagsmunaaðila skv. 28. gr. og getur það ekki talist fullnægjandi.
Í ákvæði 29. gr. er kveðið á um að sveitarstjórnir verði bundnar af efni stjórnunar- og verndaráætlana við gerð skipulagsáætlana fyrir landsvæði innan þjóðgarðs. Sérregla gildir um Þingvelli. Í ljósi þeirrar takmörkuðu og óljósu aðkomu sveitarstjórna sem gert er ráð fyrir í 4. gr. vegna stofnunar þjóðgarða og í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir neinni aðkomu sveitarfélaga að ákvörðun ráðherra um stækkun þjóðgarða skv. 6. til 8. gr. gerir Bláskógabyggð alvarlegar athugasemdir við þetta ákvæði. Í ákvæðinu felst takmörkun á skipulagsvaldi sveitarfélaga, ekki síst í því ljósi sem bent er á að framan varðandi þau tilvik sem sveitarfélög eiga ekki fulltrúa í stjórn þjóðgarðs og þar með ekki aðkomu að gerð stjórnunar- og verndaráætlana. Þá er bent á að sú staða kann að koma upp að fulltrúi sveitarfélags lendi í minnihluta varðandi einhverja ákvörðun sem tekin er innan stjórnar eða svæðisráðs og hefur áhrif á skipulag innan marka þess sveitarfélags sem viðkomandi fulltrúi starfar fyrir. Þessa stöðu telur Bláskógabyggð óásættanlega og styðji það enn frekar að samþykki sveitarfélags verði áskilið varðandi ákvarðanir sem hafa áhrif á skipulagsvald sveitarfélaga, svo sem stjórnunar- og verndaráætlanir.
Af hálfu Bláskógabyggðar er lögð áhersla á að frumvarpsdrögin verði tekin til endurskoðunar áður en þau verða lögð fram sem frumvarp frá Alþingi. Einkum og sér í lagi verði horft til þess að samþykki sveitarfélaga verði áskilið fyrir stofnun og stækkun þjóðgarða og ákvörðunum sem varða skerðingu á skipulagsvaldi þeirra, svo sem stjórnunar- og verndaráætlunum. Þá er áréttað að aðkoma sveitarfélaga að stjórnun þjóðgarða verði tryggð á öllum stigum og í öllum tilfellum.
Virðingarfyllst,
Ásta Stefánsdóttir
Sveitarstjóri Bláskógabyggðar
ViðhengiSamtök ferðaþjónustunnar (samtökin) hafa kynnt sér drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og fylgir umsögn samtakanna hér í viðhengi.
ViðhengiÁ fundi stjórnar Eyþings 28. ágúst sl. var eftirfarandi bókað varðandi drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun:
Stjórn Eyþings telur mikilvægt að höfðustöðvar nýrrar stofnunar verði staðsettar á landsbyggðinni sem er í samræmi við stefnu stjórnvalda í byggðamálum.
Sjá meðfylgjandi í viðhengi umsögn við drög að frumvarpi til laga um stofnun Þjóðgarðastofnunar.
ViðhengiAthugasemdir og ábendingar vegna fumvarpsdraga.
Í fyrsta lagi þá er Þjóðgarðastofnun óhentugt nafn. Erfitt er þó að finna eitthvað fullkomið, en þjálast væri ef stofnunin yrði kölluð Náttúruverndin, Náttúrustofnun Íslands, Friðlýst svæði á Íslandi, Náttúran, Náttúruvernd Íslands, Náttúruverndarráð eða eitthvað í þeim dúr.
Aðrar umsagnir sem ég hef eru listaðar hér að neðan.
1. Nú er í sumum tilvikum verið að hætta með stjórnir yfir stofnunum eins og t.d. í tilviki Þjóðskrár Íslands. Í stað eru stofnuð fagráð sem koma með tillögur og ábendingar til stofnanarinnar. Til lengri tíma litið tel ég vera farsælla fyrir stofnunina að að stofna ýmis fagráð, vera farsælla fyrir stofnunina til lengri tíma litið. Ef ekki er vilji fyrir því að sleppa stjórnum og svæðisráðum alfarið þá væri heillavænlegra að hafa fá umdæmisráð sem styrkt eru af fagráðum og starfsmönnum stofnunarinnar. Ef of einhæfar og mismunandi stjórnir eru þá eykur það á aðskilnað svæðanna og hefur þá sameining allra friðlýstra svæða í eina stofnun lítið að segja.
2. Kannski ætti frekar að vera starfsmaður sem er jafnframt þjóðgarðsvörður en sá aðili er vörður innan ákveðins svæðis, s.s. uppbyggt eins og minjaverðir hjá Minjastofnun. Sá myndi þá sjá um rekstur friðlýstra svæða sem og skrifa umsagnir um framkvæmdir og annað sem á sér stað innan hans svæðis. Sá aðili myndi auð fá hjálp frá stoðsviði.
3. Í 14. grein er talað um að í grein 19. sé fjallað um hlutverk stjórna náttúruverndarsvæða. En í 19. gr. er einungis fjallað um stjórnir þjóðgarða. Betra væri að hafa hvort tveggja í titlinum til að forðast misskilning og til að allt sé jafn rétthátt.
4. Í 19. gr. er aftur á móti talað um að stjórn þjóðgarðs hafi umsjón með vernd menningarminja í viðkomandi þjóðgarði. Ég stóð í þeirri trú að Minjastofnun hefði umsjón með vernd menningarminja, þrátt fyrir að minjarnar væru innan þjóðgarðs.
5. Í 21. grein er talað um að svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs geti haft umsjón með friðlýstum svæðum sem ekki eru innan þjóðgarðs. Þetta þyrfti að vera skýrara og falla betur að greininni um umdæmisráð. Þannig augljóst sé að t.d. umdæmisráð gæti séð um öll friðlýst svæði á Austurlandi sem og austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
6. Spurning hvort þurfi að bæta við í 21. gr. 4. mgr. : Þjóðgarðsvörður situr fundi svæðisráðs og í tilvikum aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Starfsmenn hafa þó ekki atkvæðisrétt.
7. Í 26. grein er talað um stoðþjónustu. Þarna mætti fjalla meira um verkefni stoðþjónustunnar. Hvað viljum við byggja upp innan friðlýstra svæða? Viljum við ekki byggja upp þekkingu, þjónustu, gagnagrunn og fræðslu? Oft mætti t.d. skrifa mikið ítarlegri athugasemdir vegna framkvæmda og hvaða áhrif þær framkvæmdir hefðu á náttúruna, eins og er t.d. gert með tilliti til menningarminja. En starfsfólk hefur ekki verið til staðar til þess að sinna því. Annað er að mörk og innviðir þjóðgarða og friðlýstra svæða eru oft illa eða ekki kortlögð eða skekkjan er það mikil að almenningur, fyrirtæki og stofnanir geta ekki nýtt gögnin. Með stoðþjónustunni gæti orðið tækifæri til þess að taka þessi atriði sem og önnur föstum tökum.
8. Í 26. gr. er einnig talað um aðsetur starfsmanna stoðþjónustunnar. Nú er tæknin orðin svo góð að aðsetur starfsmanna ætti að geta verið hvar sem er í heiminum. Það er því svolítil tímaskekkja að binda aðsetur starfsmanna í lög.
9. Undir starfslið vantar algerlega að nefna landverði.
10. Í 28. gr. þyrfti að nefna einnig umdæmisráð, til að impra á þeim möguleika.
11. Í 29. grein 3. mgr. vantar að nefna náttúruverndarlög s.s. ,,…virt séu ákvæði laga þessara, náttúruverndarlaga, reglugerð um viðkomandi þjóðgarð…“
12. 1.mgr 30. gr er jafnvel óþörf þar sem tekið er á því sem hún fjallar um í náttúruverndarlögum. Er þörf að nefna þjóðgarða sérstaklega í þessu tilviki?
13. Fundurinn með fulltrúum náttúruverndarsamtaka, útivistarsamtaka og ferðamálasamtaka var 19. desember 2017 ekki 2018.
14. Stofnunin ætti svo auðvitað að taka við allri umsjón með þjóðlendum, nema því sem nefnt er í öðrum lögum og reglum.
Með kveðju
Sævar Þór Halldórsson
Náttúrulandfræðingur og landvörður.
UMSÖGN UM FRUMVARP TIL LAGA UM ÞJÓÐGARÐASTOFNUN.
Í inngangi er óskað eftir hugmyndum um betra nafn. Það er okkar tillaga að heiti stofnunarinnar verði Náttúruvættastofa.
Stjórnskipulagið sem gert er ráð fyrir á stofnuninni yrði svifaseint, óskilvirkt og tilviljanakennt, en umfram allt ákaflega dýrt. Þetta er rökstutt með góðri reynslu frá Vatnajökulsþjóðgarði! Hvernig nokkur getur talið þá reynslu góða er sérstakt rannsóknarefni, enda heyrum við lítið annað en lýsingar af vondri reynslu. Þær hryllingssögur rata raunar reglulega í fjölmiðla. Stjórnskipulag á 21. öld þarf að vera miklu straumlínulagaðra og skilvirkara. Þá er það umhugsunarefni að þrátt fyrir að mörgum orðum sé varið í að fjalla um hve valddreift skipulagið sé, er í raun verið að koma á ráðherraræði með óþekktu fordæmi.
Skipulagsvaldið er tekið af sveitarfélögum, ráðherra á að hafa heimild til friðunar á nýjum svæðum og færa til mörk friðaðra svæða án þess að heimamenn fái rönd við reist. Að vísu er kveðið á um að samráð skuli haft við sveitarstjórnir, en vitandi hvernig það hefur verið túlkað af stjórnvöldum hingað til, eru slík fyrirheit merkingarlítil. Einnig er endalaust verið að veita ráðherra heimild til nánari útlistunar um framkvæmd í reglugerð. Þetta þarf að vera það skýrt í lögunum að ekki sé þörf á öllu því reglugerðafargani sem boðað er.
Það er eins og frumvarpið geri ráð fyrir að í landinu búi tvær þjóðir. Annars vegar heimamenn og meðlimir náttúruverndarsamtaka sem eiga að ráða því fáa sem ráðherra vill ekki ráða sjálfur. Og hins vegar allir hinir. Hvers vegna er þeim sem vilja vernda náttúruna gert svona miklu hærra undir höfði en þeim sem vilja ferðast og njóta náttúrunnar ásamt því að vernda hana? Þetta er þeim mun óskiljanlegra þegar vitað er að fáir ef nokkrir hafa verið ötulli en hinir síðarnefndu við að fræða fólk um hvernig á að ferðast um landið og lagt mikið af mörkum til að auka virðingu fyrir náttúrinni og umhverfinu. Koma málefni friðlýstra svæða Vestfirðingum, Akureyringum eða íbúum höfuðborgarsvæðisins, svo dæmi séu tekin, ekkert við? Menn ættu að hafa í huga að um mikið af þeim svæðum sem frumvarpinu er ætlað að taka til, hefur fallið endanlegur dómur um svæðið sé sameign þjóðarinnar. ALLRAR ÞJÓÐARINNAR.
Í frumvarpið vantar öll ákvæði um uppbyggingu á friðuðum svæðum, en samt er talað um heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að þjónustu á vegum þjóðgarðanna. Hvaða þjónustu? Salernismál eru í miklum ólestri, lítið um staði þar sem hægt er að henda rusli og göngustígar breytast í drullusvað við minnstu úrkomu. Er þetta það sem við ætlum að rukka fyrir? Þetta er eins og leggja vegatoll á malarveg svo það verði hægt að malbika hann eftir X mörg ár!! Þarf ekki að byggja aðstöðuna upp fyrst, þannig að við höfum raunverulega góða aðstöðu til að selja aðgang að. Kæmi til greina að fara svipaða leið og farin var við byggingu á Hvalfjarðargögnum? Hefur verið kannað að fela utanaðkomandi að byggja upp aðstöðu gegn því að sá aðili fái afgjöld þar til framkvæmdin er að fullu greidd?
Fjölmargt fleira er við frumvarpið að athuga, en það myndi æra óstöðugan að telja það allt upp. Þó verður ekki hjá því komist að minnast á það furðuákvæði að stofnunin eigi að hafa eignarnámsheimild. Það hve mikil réttarfarsleg áhrif eignarnám hefur gerir það að verkum að slík heimild á aðeins að vera hjá æðsta stigi stjórnsýslunnar og þá aðeins að öll önnur úrræði hafi verið reynd áður.
Heildarniðurstaðan er að hér er illa unnið og vanburða frumvarp á ferðinni. Við leggjum því til að frumvarpið verði tekið aftur inn í ráðuneytið til gagngerrar endurskoðunar........ og endurhugsunar.
Jón Bragi Gunnlaugsson
Davíð Ingason
Meðfylgjandi sendist umsögn Umhverfisstofnunar
ViðhengiUmhverfis- og auðlindaráðuneytið
Skuggasundi 1
150 Reykjavík
Hvammstangi, 5. september 2018
Efni: Umsögn sveitarstjórnar Húnaþings vestra um drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðsstofnun.
Ráðherra umhverfis og auðlindamála kynnti efni og markmið frumvarpsins á fundi á í Búðardal 15. ágúst sl. Umsögn þessi er byggð á þeim ábendingum sem fram komu á þeim fundi.
1. Skipulagsvald sveitarfélaga
Mikilvægt er að sem best sátt ríki milli þjóðgarða og sveitarstjórna en skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum. Tryggja þarf skýra aðkomu sveitarfélaga að ákvörðunum um friðlýsingu landsvæða innan marka sveitarfélags sem þjóðgarðs, sbr. 3. mgr. 4 gr. og um afmörkun þjóðgarða. Landsvæði má ekki friðlýsa sem þjóðgarður í óþökk sveitarstjórnar.
Sama sjónarmið á við um ákvarðanir um stækkun þjóðgarða, sbr. 6. – 8. gr. frv. Engar málsmeðferðarreglur virðast gilda um breytingar á mörkum þjóðgarða heldur er ráðherra framselt allt forræði á því að ákvarða mörk þjóðgarða með reglugerð. Setja þarf inn að lágmarki ákvæði um málsferðferð, þar sem tryggð er vönduð umfjöllun í svæðisráðum og stjórn viðkomandi þjóðgarðs, ásamt samráði við viðkomandi sveitarfélög áður en reglugerð er gefin út um stækkun þjóðgarða. Með því ætti að vera unnt að tryggja að einföld ákvörðun ráðherra á hverjum tíma leiði ekki til þess að þjóðgarður verði stækkaður í óþökk viðkomandi sveitarfélaga.
2. Ákvæði um kaup og eingarnám, sbr. 10. gr. frv.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur áhyggjur af þeim víðtæku heimildum sem 10. gr. frumvarpsins veitir til kaupa á fasteignum, þ.m.t. mannvirkjum og nytjaréttindum innan þjóðgarða. Takmarka þarf heimildina við svæði innan þjóðgarðs eða a.m.k. skýra nánar hvað átt er við með „næsta nágrenni hans“.
Þá gerir sveitarstjórn Húnaþings vestra alvarlega athugasemd við ákvæði 2. mgr. 10. gr., um heimild Þjóðgarðsstofnunar, að fengnu samþykki ráðherra, að taka eignarnámi lönd, mannvirki og réttindi til þess að framkvæma friðun.
Virðingarfyllst,
______________________________
Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri
Umsögn frá Umhverfisnefnd Skútustaðahrepps:
Umsögn um frumvarp um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Samhliða er kallað eftir tillögum um nafn á hina nýju stofnun.
Sveitarfélagið Skútustaðahreppur hefur nokkra sérstöðu með áralanga reynslu af þátttöku bæði Vatnajökulsþjóðgarðs og Umhverfisstofnunar innan sinn marka.
Umhverfisnefnd Skútustaðahrepps bendir á mikilvægi þess að einfalda stjórnskipulagið eins og kostur er því ný stofnun af þessu tagi eykur hættu á meira flækjustig stjórnsýslunnar. Þar er mikilvægt að sveitarfélögin, sem hafa skipulagsvaldið, hafi ríka aðkomu. Í skipulagi og fyrirkomulagi stjórnunar stofnunarinnar er sagt að leggja eigi áherslu á valddreifingu og aðkomu sveitarfélaga og samtaka almennings að stjórnun og stefnumótun svæðanna sem undir hana heyra.
Umhverfisnefnd Skútustaðahrepps bendir hins vegar á að með þessari viðbót, þ.e. nýrri þjóðgarðastofnun, bætist við nýr forstjóri, nýtt umdæmisráð í hverju umdæmi, hugsanlegt er að skipuð verði stjórn fyrir hvert friðlýst náttúrusvæði. Með áframhaldandi stjórnum í þjóðgörðunum þremur með óbreyttu skipulagi ásamt þingvallanefnd, áframhaldandi svæðisráðum þjóðgarðanna með nýrri miðlægri stoðþjónustu undir stjórn nýs forstjóra, eykst hættan á stjórnsýslulegu flækjustigi. Sem dæmi má nefna að í úttekt Capcent á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í maí 2018 kemur fram að stofnunin er með dreifða starfsemi og yfirbygging hennar er umfangsmikil. Miðlæg skrifstofa stofnunarinnar í Reykjavík hefur ekki náð að sinna nauðsynlegri samræmingu í stefnumótun, áætlanagerð og í daglegum rekstri stofnunarinnar og mikill skortur hefur verið á formfestu í allri starfsemi þjóðgarðsins. Hætt er við að ný þjóðgarðastofnun muni ekki einfalda hlutina og sé í andstöðu við helstu markmið með stofnuninni sem er að efla náttúruverndarsvæði með einföldun stjórnkerfis, aukinni skilvirkni og samnýtingu þekkingar.
Umhverfisnefnd Skútustaðahrepps hefur jafnframt áhyggjur af því að fjármagn frá ríkinu muni ekki duga til þess að reka þessa nýju stofnun með sómasamlegum hætti. Kveðið er á um gjaldtöku í 39. gr. en henni ætti að halda í lágmarki og mætti kveða skýrar á um hvaða þjónustu leyfilegt er að rukka fyrir samkvæmt reglugerð sem hægt er að setja á grunni laganna.
Umhverfisnefnd Skútustaðahrepps leggur til að sameina þjóðgarðana og þær stofnanir sem hafa með friðlýst svæði að gera í eina skilvirka stofnun með einum framkvæmdastjóra og yfirstjórn, með tryggri aðkomu sveitarfélaga til frekari hagræðingar og einföldunar á stjórnkerfi.
Jafnframt er mikilvægt að stjórnarmönnum í væntanlegum svæðisráðum, ef það fyrirkomulag verður ofan á, verði tryggðar greiðslur fyrir fundarsetu.
Tillögur að nafni: Landvörður. Náttúrusetur Íslands.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Skrifstofa landgæða
Skuggasundi 1
101 Reykjavík
Hjálögð er umsögn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja um drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun – Samráðsgátt mál nr. S-99/2018.
Virðingarfyllst,
f.h. Samorku
Baldur Dýrfjörð lögfræðingur
ViðhengiÁföst er umsögn stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um drög að frumvarpi til laga um þjóðgarðastofnun.
F. h. stjórnar SSNV
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
ViðhengiÍ 9. grein er kveðið á um það að almennt skuli land þjóðgarða vera ríkiseign og í skýringum vísað til hliðstæðs ákvæðis í 47. gr. náttúruverndarlaga. Þetta ætti að vera alger óþarfi og nægir að benda á fjölmörg erlend fordæmi um hið gagnstæða. Friðlýsingar af ýmsu tagi geta verið mikilvæg tæki til byggðaþróunar og atvinnusköpunar sem á að nýtast bæði einkaaðilum og hinu opinbera. Æskilegast væri að fella hliðstætt ákvæði úr 47. grein laga um náttúruvernd.
Ákvæði um alla þjóðgarða þyrftu að vera sem best samræmd og sem minnstar sérútfærslur fyrir hvern um sig, a.m.k. hvað varðar þá þætti sem snúa að Þjóðgarðastofnun. Þannig væru t.d. stjórnir eins skipaðar og gefin almenn regla um skipun svæðisráða sem gildi nema sérstök ákvæði sé að finna um skipun þeirra í sérlögum um einstök svæði. Á sama hátt þyrftu ákvæði um réttaráhrif stjórnunar- og verndaráætlana að vera þau sömu fyrir alla þjóðgarða.
Það er sérkennilegt að stjórnunar- og verndaráætlanir skuli unnar á ábyrgð forstjóra Þjóðgarðastofnunar eins og segir í 2. mgr. 28. gr. en meðal hlutverka stjórna er að hafa yfirumsjón með gerð þeirra eins og segir í 19. grein. Eðlilegt er að stjórnir beri ábyrgð á þessum áætlunum.
Sömu ákvæði er að finna í lögunum um málsmeðferð fyrir stjórnunar- og verndaráætlanir og gilda í sérlögum fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Þar sem þessar áætlanir ganga a.m.k. í sumum tilfellum framar skipulagsáætlunum er ekki órökrétt að kveða á um hliðstæða málsmeðferð og kveðið er á um fyrir aðalskipulag í skipulagslögum. Þá myndi bætast við krafa um kynningu verkefnislýsingar í upphafi og um kynningu tillögu á vinnslustigi. Hvorugt er ávísun á mikla fyrirhöfn en samráðsgildið er ótvírætt.
Ekki kemur fram hvort Þjóðgarðastofnun er ætlað hlutverk við rekstur þjóðlendna. Það er þó mikilvægt að það sé skoðað því þjóðlendur þurfa rekstur og umsjón og Þjóðgarðastofnun væri vel til þess fallin. Full ástæða er til að skoða nauðsynlegar breytingar á lögum um þjóðlendur í samhengi við lög um Þjóðgarðastofnun, rétt eins og aðlaga þarf lög um náttúruvernd. Gildandi þjóðlendulög innihalda nánast engin ákvæði um rekstur og umsjón.
Af lögunum má skilja að ekki standi til að breyta því hvernig afmörkun verndarsvæða er skilgreind. Þetta fyrirkomulag hefur tvo galla. Annars vegar þann að skilgreining afmörkunar kemur fram í textalýsingu í reglugerð og er því opin fyrir túlkun textans. Miklu nær er að tryggja einhlíta afmörkun með tölulegum hnitum og má segja að það sé krafa nútímans þegar fjölmargir aðilar kalla eftir nákvæmum landupplýsingum við ýmis viðfangsefni. Hinn gallinn er að engum sérstökum aðila er falið það hlutverk að vera útgefandi landupplýsinga um afmörkunina. Þetta er alvarlegt vandamál sem á við um flestar landupplýsingar íslenskrar stjórnsýslu, t.d. um sveitarfélagamörk og stórstraumsfjöruborð. Þetta hefur meðal annars þær afleiðingar að hægt gengur að innleiða lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar, nr. 44/2011. Hér er um þjóðþrifamál að ræða og upplagt að setja í lög um Þjóðgarðastofnun skýr ákvæði um það að henni sé falið það hlutverk að gefa út og viðhalda landupplýsingum um afmörkun verndarsvæða.
Umsögn send aftur sem viðhengi þar sem greinaskil komu ekki fram í áður innsendum texta.
ViðhengiUmsögn FLH, Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum.
ViðhengiTillaga að nafni á nýja "þjóðgarðastofnun":
Náttúruvernd Íslands
Sá sem þetta ritar hefur setið í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir hönd útivistarsamtaka undanfarin 6 ár og eftirfarandi ábendingar og athugasemdir eru einhverju leyti byggðar á reynslu frá þessum tíma.
Ég hef einnig ferðast á eigin vegum með fjölskyldu minni um hálendið bæði að sumri og vetri undanfarin 40 ár og þekki því vel til sjónarmiða einstaklinga sem njóta hálendisins á eigin vegum. Mikilvægt er fyrir okkur sem þjóð í harðbýlu landi að slíkt frumkvæði verði ekki brotið niður. Ferðafrelsi almennings sem hefur verið hér á landi hingað til hefur gefið af sér merkar nýjungar í ferðatækni og aukið búsetuöryggi svo að um munar. Auk þess má benda á að ferðamáti sem hentar fjölskyldum og gefur börnum okkar möguleika á að vera með er nauðsynlegur grunnur til að þau kynnist hálendinu og verði þar með öflugir náttúruverðir framtíðarinnar. Efirfarandi athugasemdir byggja meðal annars á þessum gildum.
Ég fagna yfirlýstum tilgangi með þessu frumvarpi um að auka veg náttúruverndar og óskandi væri að við gætum sameinast um þetta málefni án öfga og að mínu mati óþarfa hafta á þann ferðamáta sem ég vísa til hér að framan og hefur hingað til fært okkur framfarir og gæfu.
Ég geri eftirfarandi athugasemdir:
1. Ég tel ekki ráðlegt að halda áfram með „þjóðgarðastofnun“ eða frekari þjóðgarðavæðingu fyrr en búið er að skoða betur hvað gerðist í raun í stjórnkerfi Vatnajökulsþjóðgarðs síðastliðin ár og endaði með erfiðum aðgerðum í sumar. Mikilvægt er að næstu skref verði tekin á þann hátt að tryggt sé að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. Það tel ég ekki vera gert í þess frumvarpi.
2. Gert er ráð fyrir að fulltrúi útivistarsamtaka verði áfram áheyrnarfulltrúi. Staða okkar sem áheyrnarfulltrúa í VJÞ var réttlætt með tilliti til valdajafnvægis þar sem sveitarfélögin hefðu krafist meirihluta í stjórn, en yfirlýstur vilji löggjafans væri að fulltrúinn væri í einu og öllu eins og fullgildur stjórnarmaður með umræðu og tillögurétt en hefði ekki atkvæðisrétt. Í trausti þess sættum við okkur við þessa niðurstöðu. Atburðir á síðustu tveimur árum þar sem ég þurfti að hafa mjög fyrir því að verja málfrelsi mitt og tillögurétt hafa hins vegar gert út um slíka sátt. Annað hvort þarf að gera fulltrúa útivistarsamtaka að fullgildum stjórnarmanni eða skrifa stöðu hans skýrar inn í lögin til að aðrir stjórnarmenn geti ekki haldið áfram að nýta þessa veiku stöðu til að reyna að stöðva málfutning útivistarfólks og gera því erfiðara fyrir.
3. Stjórnkerfi í fyrirhugaðri Þjóðgarðstofnun verður ennþá flóknara en stjórnkerfi VJÞ, sem þó er svo flókið að þeir sem þar starfa og stjórna hafa átt erfitt með að skilja sína valdheimildir, sín hlutverk, hver er yfir hverjum og hver ber ábyrgð á hverju. Það endaði með fyrrnefndum ósköpum, samanber skýrslu um úttekt Capacent sem var gefin út í vor. Ég hef líkt stjórnkerfi VJÞ við kleinu sem er vafin í gegnum sjálfa sig og tel það ekki vera gott fyrirkomulag. Í þessu frumvarpi er slíkum „kleinum“ fjölgað og ein stór svo vafin utan um þær. Þetta fyrirkomulag hefur skapað vandamál í stjórnkerfi VJÞ en ráðherra sem þó er yfir þessu öllu, kvaðst ekki hafa heimildir til að grípa inn í, til dæmis þegar kvartað var formlega til hans með mörgum ítarlegum greingargerðum. Þetta valdleysi ráðherra gagngvart þjóðgarði sem heyrir undir hann er eitt og sér ástæða til að staldra við frekar en að gera enn flóknari stofnun.
4. Verulega er þrengt að akstri vélknúinna tækja að vetri með þessu frumvarpi. Innleidd verða "leyfð vetraraksturssvæði" sem er neikvæð nálgun þar sem allt er bannað nema það sem er sérstaklega leyft. Svona „neikvæð nálgun“ ætti ekki að sjást í íslenskum lögum. Þessi ákvæði eru að grunni til tekin úr lögum um VJÞ en virðast hér vera útfærð lengra. Í VJÞ hefur þessi neikvæða nálgun í lögunum ekki enn verið endurspegluð í Stjórnunar- og verndaráætlun, þar er akstur á snjó almennt leyfður nema þar sem hann er sérstkalega bannaður og hugtakið „leyfð vetraraksturssvæði“ hvergi notað. Okkur tókst ekki að koma þessari neikvæðu nálgun út úr lögunum við síðustu endurskoðun á þeim fyrir um tveimur árum, þrátt fyrir tilraunir til þess. Við endurskoðun á Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir VJÞ sem var kynnt fyrr á þessu ári var reynt að koma þessari neikvæðu nálgun úr lögunum inn en eins og kunnugt er tókst okkur með mikilli fyrirhöfn að gera þessa endurskoðuðu útgáfu afturreka vegna ófullnægjandi vinnubragða á ýmsum sviðum. Að okkar mati er ekki ásættanlegt að nota þessa neikvæðu nálgum í lögum um þjóðgarðastofnun.
5. Öll heimild fyrir löglegum akstri utan vega virðst vera farin út í þessu frumvarpi. Hvað með til dæmis bændur og björgunarsveitir, er ekki gert ráð fyrir þeim lengur í þjóðgörðum ? Nú þegar eru mörg lög og reglugerðir með ákvæði um akstur utan vega og engin tvö eru samhljóða. Þetta skapar réttaróvissu sem ekki er á bætandi.
6. Heimild til gjaldtöku fyrir dvöl í þjóðgörðum virðist vera fest í lög verði frumvarpið samþykkt. Samkvæmt textanum sýnist mér mega rukka fyrir dagsdvöl hvar sem er í þjóðgarðinum þó að öll þjónusta sé fjarri þeim stað sem dvalið er á. Þetta er ekki ásættanlegt og skýrara þarf að vera í lögunum hvernig þetta má vera útfært.
7. Ekki sá ég minnst á félagasamtök eða einkaaðila sem eiga og reka skála á hálendinu. Ég hef ítrekað kallað eftir stefnu um hlutverk og stöðu slíkra aðila innan VJÞ í framtíðinni en ekki haft erindi sem erfiði. Félagasamtök sem reka skála innan VJÞ hafa lent í núningi í samskiptum við VJÞ og þessir aðilar eru uggandi um sína framtíð innan þjóðgarða. Sama gildir um sambærilega aðila sem eiga skála á þeim svæðum sem gætu lent innan þjóðgarða á næstunni. Mikilvægt er að þetta atriði verði skýrt í þessum lögum með hætti sem er ásættanlegur fyrir þessa aðila.
8.VJÞ er fyrsti þjóðgarðurinn þar sem útivistarsamtök fá alvöru aðkomu að stjórnkerfi. Við erum mjög ánægð með það og leggjum áherslu á slíka aðkomu í framtíðarþjóðgörðum hér. Við bendum þó á að slíkri aðkomu hefur fylgt mikil vinna og fórnir af hálfu þeirra sem hafa tekið þátt. Vinnan sem fylgir þessu er um eitt dagsverk í mánuði. Mikilvægt er að fulltrúum félagasamtaka verði tryggð sanngjörn þóknun fyrir þessa vinnu með skýrum ákvæðum í þessum lögum. Við styðjum líka dreift stjórnkerfi í líkingu við fyrirkomulag í VJÞ en lagfæra þarf stjórnsýslulega agnúa sem nefndir eru hér að framan..
Auk framangreindra athugasemda geri ég ráð fyrir að standa að sameiginlegum athugasemdum sem unnið er að á vettvangi stjórnar VJÞ.
Reykjavík 05.09.2018
Snorri Ingimarsson
fulltrúi SAMUT í stjórn VJÞ.
ViðhengiAthugsemd frá Ferðafrelsisnefnd Eyjafjarðardeild F4x4.
ViðhengiSKOTVÍS fagnar því að til stendur að sameina alla stjórnsýslu og utanumhald um þjóðgarða og friðlýst svæði undir eina stjórn. Það var orðið löngu tímabært.
SKOTVÍS vill koma eftirfarandi á framfæri.
Þjóðgarðastofnun er með mikla og flókna uppbyggingu. Umdæmisráð eru fjögur og síðan einn Forstjóri og síðan stjórnir þjóðgarða og ráðgefandi nefndir. SKOTVÍS óttast þetta flækjustig og að skilvirkni þessar nýju stofnunar verði ábótavant.
Stjórnir Þjóðgarða er mismunandi uppbyggðar. Sinn er siður í hverju héraði en vænlegra væri að hafa meira samræmi í uppbyggingu stjórna.
Verndaráætlun útbúin af stjórn þjóðgarða og getur sett nær allt inn í verndaráætlun og gengið þannig lengra en t.d. aðrar opinberar stofnanir sem eiga samkvæmt lögum að fjalla um slík mál. Má þar t.d. nefna minjavernd og skotveiðar.
SKOTVÍS leggur til að allar takmarkanir á veiðum í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum verði settar undir Umhverfisstofnun þar sem sérþekkingin á veiðistjórnun er til staðar. Ekki skuli takmarka veiðar nema á grundvelli sjálfbærrar nýtingar og beita skuli aðfeðrum sveigjanlegar veiðistjórnunar(adaptive management).
Hér er um nýja Náttúruvernd ríkisins að ræða samkvæmt þessu frumvarpi. Er með framkvæmdir og stjórnsýslu undir einum hatti en gríðarlega flókna uppbyggingu. Upphaflega hugmyndin var að þessi stofnun myndi vera framkvæmda-og rekstrarstofnun án stjórnsýslu. Halda utan um landvörslu og framkvæmdir og rekstur.
Af hverju er þetta ekki allt sett inn í Umhverfisstofnun fyrst stjórnsýslan er þarna líka innan nýju stofnunarinnar? Af hverju var verið að stofna Umhverfisstofnun árið 2003? Er ekki betra að hafa fáar og stórar stofnanir?
Er rask á dýralífi veiðar? Aftur er komið óljóst orðalag í lög(Bannað að trufla dýralíf var seinast) en SKOTVÍS hefur einmitt kallað eftir skýrari lagatexta.
Hver er munurinn á náttúruverndarsamtökum, ferðaþjónustusamtökum, umhverfisverndarsamtökum og útivistarsamtökum? í tillögunni er gerður greinarmunur á þessum mismunandi samtökum án þess að skilgreining liggi fyrir. Hvar er SKOTVÍS á þessum listum?
SKOTVÍS óttast einnig að önnur friðlýst svæði muni sitja á hakanum en þar er einmitt mikið verk óunnið í gerð verndaráætlana og bæta orðalag friðlýsinga.
Að lokum við ég persónulega leggja til að stofnunin heiti Auður Íslands (Icelands Treasures eða Treasure Island ef menn eru í góðu skapi) Nafnið er bæði gamalt og gott íslenskt kvenmannsnafn en vísar einnig til raunverulegra verðmæta sem þarf að gæta framar öllu.
Áki Ármann Jónsson
Formaður SKOTVÍS
Í raun er hugmyndin að stofna einn hatt eða hjálm yfir alla þjóðgarða og allar náttúruminjar í sjálfu sér nokkuð góð og vel hægt að styðja hana.
Hinsvegar er Vatnajökulsþjóðgarður engan veginn búinn að sanna ágæti sitt og er engan vegin nægjanlega mikil góð reynsla komin af þeirri stjórnun til að hægt sé að nota hann sem model af nýju reglugerðavirki fyrir þjóðgarðsstofnun. Úttekt Capacent á starfsemi VJÞ sýnir og sannar að þetta fallega stjórnunarmódel getur snúist upp í andhverfu sína og valdið stofnuninni skaða til langrar framtíðar.
Eftirtaldar greinar finnst mér undarlegar og þarfnast endurskoðunar:
5 gr. Vantar í markmið þjóðgarðsins sé að auka og eða tryggja aðgengi að náttúrunni. Nokkurnvegin sama texta og var felldur úr lögum um Vatnajökulsþjóðgarð
6. – 8 gr Ráðherra getur ákveðið stækkun þjóðgarðarins með reglugerð en hvergi tekið fram hversu mikið í raun. Hér er kominn vísir að Hálendisþjóðgarði sem ráðherra er í raun falið vald til að stofna.
10. gr. Skil ekki megintilgang með því að þjóðgarðinum sé heimilt að taka eignir af þeim sem eiga þær fyrir. Þarna hræða samskipti VJÞ og Ferðafélaganna sem hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar.
29.gr. Þjóðgarðsstofnun hefur eftirlit með framkvæmdum mannvirkja? Velti fyrir mér hvort Mannvirkjastofnun sé ekki fullfær um það.
30.gr. Heimilar framkvæmdir sem verja náttúruna frá náttúrunni. Hvað er það sem á að vernda þarna, er ástæða til að smíða mannvirki til að vernda náttúruna fyrir sjálfri sér?
31.gr akstur ökutækja leyfður á sérstökum vetraraksturssvæðum. Það er vel réttlætanlegt að takmarka vetrarakstur á tilteknum svæðum sem þarfnast sérstakrar verndar en það að banna akstur nema þar sem það er leyft sérstaklega er ekki góð regla. Þetta býr líka til ákveðna óvissu um hvort ökumenn aðhafist rétt eða ekki sem er ekki góðs viti. Afla skal leyfis til lendingar loftfars innan garðisins. Ég hélt að það væru til lög um loftför sem taka á þessum málum og engin ástæða fyrir þjóðgarðinn að skipta sér af því
36 gr. Ég hélt að það væri löngu liðin tíð að ein og sama stofnunin setti reglugerðir, framfylgdi þeim og hefði eftirlit með sjálfu sér. Ætli skýrsla Capacent um Vatnajökulsþjóðgarð sé ekki nokkuð gott dæmi um hvað þetta þýðir í raun
37. gr. Er ekki óeðlilegt að einstaklingi sé ekki gefinn kostur á að kæra einhver málefni ef hann telur brotið á sér. Hvurslags fyrirbæri er þetta að verða eiginlega?