Samráð fyrirhugað 29.10.2019—08.11.2019
Til umsagnar 29.10.2019—08.11.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 08.11.2019
Niðurstöður birtar 05.02.2020

Drög að sóknaráætlun Austurlands 2020-2024

Mál nr. 271/2019 Birt: 29.10.2019 Síðast uppfært: 05.02.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður birtar

Drög að Sóknaráætlun Austurlands voru lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda á island.is dagana 29. október til 8. nóvember 2019. Ein umsögn barst í samráðsgáttina frá Landsvirkjun.
Sjá nánar í meðfylgjandi skjali.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 29.10.2019–08.11.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 05.02.2020.

Málsefni

Sóknaráætlun Austurlands fyrir árin 2020-2024 hefur verið sett í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina; markmið hennar og innihald. Umsagnarfrestur er til og með 8. nóvember nk.

Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024 er þróunaráætlun landshlutans og felur í sér stöðumat hans, framtíðarsýn, markmið og aðgerðaáætlun til að ná fram þeirri framtíðarsýn. Sóknaráætlun horfir til lýðfræðilegra þátta og eflingu mannlífs auk Menningarmála, Atvinnumála og Umhverfismála. Sóknaráætlun tekur til samstarfs innan landshlutans og út á við þar sem svo á við. Sóknaráætlun lítur til stefnumótunar og áætlunargerðar sveitarfélaganna og Svæðisskipulags Austurlands. Ennfremur voru sett fram leiðarljós fyrir landshlutann sem byggja á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hugmyndafræði og úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Austurlands mun byggja á áætluninni eins og kveðið er á um í samningi.

Sóknaráætlun fyrir Austurland var unnin á tímabilinu júlí - október 2019. Haldnir voru fjórir íbúafundir þar sem um 150 manns mættu. Fundur samráðshóps var haldinn tveimur vikum síðar og var til hans boðað formlega til að sem fá breiðasta aðkomu sveitarstjórna, stofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags og annarra haghafa í landshlutanum. Niðurstaða vinnunnar er framtíðarsýn sem stefnt er að með skýrum markmiðum og raunhæfum aðgerðum og gefur til kynna metnað, kraft og framsækni. Á samráðsvettvangi og út frá íbúafundum voru sett markmið fyrir landshlutann. Markmiðin eru sett fram í mælanlegum aðgerðum til að meta framvindu eða þróun.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landsvirkjun - 12.11.2019

Sjá meðf. umsögn Landsvirkjunar um drög að Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024.

Rafrænt afrit hefur verið sent á: jona@austurbru.is.

Viðhengi