Samráð fyrirhugað 20.12.2019—03.01.2020
Til umsagnar 20.12.2019—03.01.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 03.01.2020
Niðurstöður birtar 22.02.2021

Drög að reglugerð um innflutning hunda og katta

Mál nr. 323/2019 Birt: 20.12.2019 Síðast uppfært: 22.02.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður birtar

Unnið var úr umsögnum og reglugerðardrögum breytt lítillega.Það bárust um 14 umsagnir í samráðsgátt auk einnar í tölvupósti. Haldnir oru fundir með tveimur aðilum vegna umsagna þeirra. Reglugerðin var síðan birt nr. 200/2020. Frekari reifun málsins sjá Niðurstöðuskjal.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 20.12.2019–03.01.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 22.02.2021.

Málsefni

Með drögum að reglugerðinni er lagt til að gerðar verði breytingar á regluverki sem gildir um innflutning á hundum og köttum til landsins.

Ráðuneytið óskaði eftir áhættumati frá Preben Willeberg, fyrrum yfirdýralækni Danmerkur, vegna innflutnings hunda og katta til landsins með sérstakri áherslu á hjálparhunda. Í kjölfarið óskaði ráðuneytið eftir því að Matvælastofnun tæki afstöðu til matsins auk þess að leggja mat á hvort almennt væri mögulegt að stytta almenna sóttkví fyrir alla hunda og eftir atvikum ketti. Þá óskaði ráðuneytið eftir því að stofnunin tæki til skoðunar að slaka á kröfum um sóttkví fyrir leiðsögu- og hjálparhunda.

Með vísan til álits framangreindra sérfræðinga eru gerðar tillögur um breytingar á regluverki sem gildir um innflutning á hundum og köttum til landsins. Meginbreytingarnar eru eftirfarandi:

1. Breytingar á innflutningskröfum fyrir hunda og ketti sem felur m.a. í sér aukinn undirbúning í útflutningslandi fyrir innflutning, þ.e. hvað varðar bólusetningar, rannsóknir, meðhöndlun og heilbrigðisskoðun.

2. Einangrun hunda og katta verður stytt úr fjórum vikum í 14 sólarhringa.

3. Hjálparhundar eru sérstaklega skilgreindir og skulu sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að 14 sólarhringa einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir eftirliti Matvælastofnunar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Guðríður Björk Magnúsdóttir - 21.12.2019

Ánægjulegt að einangrun sé stytt, en miðað við niðurstöðu Prebens þá er einangrun óþörf og gæludýrapassi nóg eins og er í evrópulöndunum. En samt ánægjulegt að einangrun sé stytt um helming en samt furðulegt að hjálparhundum sé leyfilegt að vera í heimaeinangrun undir eftirliti það veldur grófri mismunun sérstaklega miðað við niðurstöðu Prebens

Afrita slóð á umsögn

#2 Salka Bjarnfríðardóttir - 22.12.2019

Ef 10 daga einangrun telst nóg fyrir Ástralíu og Nýja-Sjáland - sem teljast hafa viðkvæmt lífríki - eru 10 dagar þá ekki nóg fyrir Ísland líka?

Afrita slóð á umsögn

#3 Selma Olsen - 22.12.2019

22.12.2019

Það er viss ánægja að sjá að unnið hafi verið í að yfirfara reglur um innflutning á hundum á sama tíma eru það mér mikil vonbrigði að ekki sé líka búið að yfirfara reglur um innflutning á hundasæði. Ég hafði vonir um að íslenskir ræktendur gætu í framtíðinni fengið leyfi ti að flytja inn ferskt sæði en ekki eingöngu frosið, og það er mér hulin ráðgáta að ferskt sæði úr hundi sem hefur uppyllt öll heilsufars skilyrði samkvæmt þessum reglum geti verið hættulegra eða meiri áhætta hvað varðar sjúkdóma en hundurinn sjálfur. Fyrir okkur sem erum mest að flytja inn dýr frá Norðurlöndunum getur verið mikill ávinningur að fá leyfi til að flytja inn ferskt sæði í staðinn fyrir að flytja inn nýtt ræktunardýr, það erfrekar auðvelt og fljótlegt að flytja sæði á milli Norðurlandana ef ekkert kemur uppá. Það er von mín að þetta atriði verði skoðað líka.

bkv

Selma

Afrita slóð á umsögn

#4 Anna Jónsdóttir - 29.12.2019

Nú er það þannig að dýr hafa komið inn á fölsuðum pappírum og verið send úr landi þegar það kemst upp. Hvernig á að ganga um skugga hvort að tíkur séu ný paraðar þegar þær koma til landsins ? Verður fylgst með öllum tíkum í 6-7 vikur eftir einangrun til að passa uppá að þær hafi ekki verið fluttar inn hvolpafullar ?

Afrita slóð á umsögn

#5 Anna Jónsdóttir - 29.12.2019

Hvernig verður það með innkomudaga a einangrunarstöð ? Verður það enþa þannig að tekið er inn í 3 daga og öll dýr útskráð á sama degi ?

Ef eitt dýr greinist og þarf lengri meðhöndlun lengist þá einangrun fyrir öll dýrin sem eru á stöðini ?

Þurfa einangrunarstöðvarnar en að standa auðar í x langan tíma eftir að þær hafa verið sótthreinsaðar eftir hvert holl ?

Afrita slóð á umsögn

#6 Sigmar Hrafn Eyjólfsson - 30.12.2019

Góðann dag

Ég fagna því mjög að lönd sem flokkuð eru án hundaæðis fjölgar mikið.

En mig langar að koma með athugasem við það að Rússland er hvernig á lista.

Afhverju ætlar Ísland ekki að flokka Rússland áfram sem land þar sem hundaæði er haldið í skefjum?

Hin norðurlöndin flokka Rússland sem land þar sem hundaæði er haldið í skefjum. Að sjálfsögðu ætti það að vera svoleiðis hér líka.

Annað sem ég setja athugasemd við.

Það er breytingin með mótefnamælinguna. 120 daga reglan frá bólusetningu er mun betri.

Núna munu innflytjendur þurfa að standa í því að þurfa að geyma hundana lengur úti með tilheyrandi kostnaði.

Ekki verður hægt að kaupa hund sem kominn er með nægann aldur, láta testa hann og láta hann koma.

Að geyma hund erlendis í 90 daga getur verið mjög kostnaðarsamt.

Og önnur athugasemd við mótefnamælinguna.

Mótefnamæling í löndum sem Ísland flokkar sem lönd án hundaæðis á að sjálfsögðu að vera óþarfi. Eins og það hefur verið hingað til.

Bestu kveðjur

Sigmar Hrafn Eyjólfsson

Afrita slóð á umsögn

#7 Félag ábyrgra hundaeigenda - 02.01.2020

Félag ábyrgra hundaeigenda gerir eftirfarandi athugasemdir við drög að nýrri reglugerð um innflutning hunda og katta:

1. FÁH leggur til að stytta lengd einangrunar niður í 10 daga. Einangrun á að stytta niður í 14 daga en það er eftir sem áður lengsti einangrunartími í heimi. Engin sérstök rök hafa komið frá MAST um af hverju einangrunartími geti ekki verið styttur niður í 10 daga líkt og lög gera ráð fyrir í Nýja Sjálandi. Flest lönd í heiminum eru með ýmis skilyrði fyrir innflutningi, en enga einangrun. Þau lönd sem hafa einangrun eru þó aldrei með lengri einangrun en 10 daga, fyrir utan Ísland. MAST hefur heimild til að framlengja einangrun sé uppi grunur um að dýr sé haldið smitsjúkdómi, það ætti að vera nóg.

2. FÁH leggur til að hægt sé að sækja um heimasóttkví fyrir leitarhunda Lögreglu og Tollstjóra líkt og hægt er að gera fyrir hjálparhunda. Í skýrslu MAST kemur fram að lítið gagn væri fyrir leitarhunda að vera í heimasóttkví þar sem þeir gætu ekki sinnt störfum sínum. Þar er ekkert tekið tillit til þess að þjálfun þessara hunda er gríðarlega umfangsmikil og kostnaðarsöm. Þeir þurfa að vera í góðu jafnvægi og stöðugri þjálfun til að geta sinnt starfi sínu. Íslenskt löggæslufólk með leitarhunda hefur hingað til ekki getað sótt sér sömu þjálfun og reynslu og kollegar þeirra erlendis, vegna strangra innflutningsreglna Íslands, og vilja ekki stofna þjálfun og andlegri heilsu leitarhundsins í hættu með dvöl í einangrunarstöð. Það eru heilmiklir almannahagsmunir í húfi að hafa starfhæfa leitarhunda, mun meiri og stærri hagsmunir en nokkur möguleiki á smithættu vegna heimaeinangrunar.

3. FÁH leggur til óbreytt fyrirkomulag varðandi heilbrigðisskoðun dýralæknis í útflutningslandi. Í nýju reglugerðinni kemur fram að heilbrigðisvottorð skuli áritað af opinberum dýralækni í sama landi. MAST rökstyður það með dæmum um að vottorð hafi í einhverjum tilfellum verið fölsuð af starfandi dýralæknum. En áritun af opinberum dýralækni er veldur umtalsverðu umstangi og kostnaðarauka í ferli sem nú þegar er flókið og kostnaðarsamt. Og ólíklegt að það skili þeim árangri sem MAST er að sækjast eftir, því ólíklegt er að opinber dýralæknir framkvæmi heilbrigðisskoðun og sannreyni öll próf þó að hann skrifi undir og stimpli.

4. FÁH leggur til að gæludýr sem koma til landsins án þess að uppfylla skilyrði reglugerðar um innflutning, verði send beint úr landi eftir sýnatöku á kostnað eiganda, hvort sem gæludýrið kom inn í landið af gáleysi eða ásetningi. Það getur ekki staðist lög um velferð dýra, að refsa gæludýri með dauðadómi fyrir brot eiganda þess. Upp hafa komið tilvik hér á landi þar sem hundar eða kettir hafa sloppið úr haldi við millilendingu á Íslandi. Þá hafa eigendur fengið leyfi frá MAST til að millilenda, en fyrir óhapp slapp dýrið. Í þeim tilvikum er dýrið handsamað og sent umsvifalaust úr landi. En í þeim tilvikum sem dýr hafa komið til landsins með Norrænu eða á einhvern hátt vísvitandi ólöglegur innflutningur, þá hafa gæludýrin verið aflífuð, samkvæmt 2.grein laga nr. 54/1990 um innflutning dýra. Það er algjörlega óásættanlegt að aflífa dýr, þegar það breytir engu um smithættu. Það er nauðsynlegt að taka þetta skýrt fram í þessari nýju reglugerð um innflutning hunda og katta. Og breyta einnig þessu ákvæði í lögum nr.54/1990 um innflutning dýra, þannig að það stangist ekki á við lög um velferð dýra.

5. FÁH leggur til að hafa skilyrði varðandi hundaæði óbreytt frá fyrri reglugerð. Samkvæmt áhættugreiningu Preben Willeberg eru litlar líkur á að hundaæði berist til landsins með innfluttum hundum eða köttum. Samt sem áður er lagt til að herða reglurnar, setja skilyrði um bólusetningu og mótefnamælingu frá löndum þar sem ekki fyrirfinnst hundaæði. Og frá löndum þar sem hundaæði er haldið í skefjum, er ekki nóg að bólusetja og fá jákvætt úr mótefnamælingu eins og áður var. Nú þarf að bíða með innflutning í 90 daga eftir mótefnamælingu, en engar skýringar koma frá MAST af hverju þurfi að bíða í þessa 90 daga. Í ástralska áhættumatinu frá árinu 2013 kemur fram að það hafi komið til greina að fara fram á bólusetningu og mótefnamælingu vegna hundaæðis frá löndum sem eru laus við hundaæði. Hins vegar hafi niðurstaðan verið sú að sú staðreynd að landið sé yfirlýst laust við hundaæði sé nægjanleg smitvörn. Í Evrópu er krafist hundaæðisbólusetningar frá öllum löndum óháð því hvort hundaæði fyrirfinnist eða ekki, en þar er ekki krafist mótefnamælingar. Enn og aftur þarf Ísland að vera með ströngustu reglur í heimi, bæði bólusetning og mótefnamæling og óskiljanlegur 90 daga biðtími eftir mótefnamælingu, þrátt fyrir litlar líkur samkvæmt áhættugreiningu.

Félag ábyrgra hundaeigenda vill lýsa yfir ánægju með að loksins sé verið að endurskoða reglugerð um innflutning gæludýra, eitthvað sem var löngu tímabært og beðið hefur verið eftir. Og í ljósi þess að nú eigi að stytta einangrunartímann, þá má hafa í huga að miðað við að Ísland er með ströngustu innflutnings skilyrði í heimi, þá megi alveg stefna að því í nánustu framtíð, að sleppa einangrun alveg og taka upp gæludýrapassa líkt og í öðrum Evrópulöndum. Enda eru líka ókostir við vistun margra dýra í einangrunarstöð eins og kemur fram í skýrslu MAST: "Ef krafist verður einangrunar við innflutning er nauðsynlegt að taka tillit til þess að þar eru margir hundar vistaðir samtímis og þar með eykst smitálag."

Að lokum vill Félag ábyrgra hundaeigenda gagnrýna samráðsferlið, að umsagnarfresturinn hafi verið allt of stuttur og á afar óheppilegum tíma, og þetta því líklega farið framhjá mörgum.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Félag ábyrgra hundaeigenda - 02.01.2020

Félag ábyrgra hundaeigenda gerir eftirfarandi athugasemdir við drög að nýrri reglugerð um innflutning hunda og katta:

1. FÁH leggur til að stytta lengd einangrunar niður í 10 daga. Einangrun á að stytta niður í 14 daga en það er eftir sem áður lengsti einangrunartími í heimi. Engin sérstök rök hafa komið frá MAST um af hverju einangrunartími geti ekki verið styttur niður í 10 daga líkt og lög gera ráð fyrir í Nýja Sjálandi. Flest lönd í heiminum eru með ýmis skilyrði fyrir innflutningi, en enga einangrun. Þau lönd sem hafa einangrun eru þó aldrei með lengri einangrun en 10 daga, fyrir utan Ísland. MAST hefur heimild til að framlengja einangrun sé uppi grunur um að dýr sé haldið smitsjúkdómi, það ætti að vera nóg.

2. FÁH leggur til að hægt sé að sækja um heimasóttkví fyrir leitarhunda Lögreglu og Tollstjóra líkt og hægt er að gera fyrir hjálparhunda. Í skýrslu MAST kemur fram að lítið gagn væri fyrir leitarhunda að vera í heimasóttkví þar sem þeir gætu ekki sinnt störfum sínum. Þar er ekkert tekið tillit til þess að þjálfun þessara hunda er gríðarlega umfangsmikil og kostnaðarsöm. Þeir þurfa að vera í góðu jafnvægi og stöðugri þjálfun til að geta sinnt starfi sínu. Íslenskt löggæslufólk með leitarhunda hefur hingað til ekki getað sótt sér sömu þjálfun og reynslu og kollegar þeirra erlendis, vegna strangra innflutningsreglna Íslands, og vilja ekki stofna þjálfun og andlegri heilsu leitarhundsins í hættu með dvöl í einangrunarstöð. Það eru heilmiklir almannahagsmunir í húfi að hafa starfhæfa leitarhunda, mun meiri og stærri hagsmunir en nokkur möguleiki á smithættu vegna heimaeinangrunar.

3. FÁH leggur til óbreytt fyrirkomulag varðandi heilbrigðisskoðun dýralæknis í útflutningslandi. Í nýju reglugerðinni kemur fram að heilbrigðisvottorð skuli áritað af opinberum dýralækni í sama landi. MAST rökstyður það með dæmum um að vottorð hafi í einhverjum tilfellum verið fölsuð af starfandi dýralæknum. En áritun af opinberum dýralækni er veldur umtalsverðu umstangi og kostnaðarauka í ferli sem nú þegar er flókið og kostnaðarsamt. Og ólíklegt að það skili þeim árangri sem MAST er að sækjast eftir, því ólíklegt er að opinber dýralæknir framkvæmi heilbrigðisskoðun og sannreyni öll próf þó að hann skrifi undir og stimpli.

4. FÁH leggur til að gæludýr sem koma til landsins án þess að uppfylla skilyrði reglugerðar um innflutning, verði send beint úr landi eftir sýnatöku á kostnað eiganda, hvort sem gæludýrið kom inn í landið af gáleysi eða ásetningi. Það getur ekki staðist lög um velferð dýra, að refsa gæludýri með dauðadómi fyrir brot eiganda þess. Upp hafa komið tilvik hér á landi þar sem hundar eða kettir hafa sloppið úr haldi við millilendingu á Íslandi. Þá hafa eigendur fengið leyfi frá MAST til að millilenda, en fyrir óhapp slapp dýrið. Í þeim tilvikum er dýrið handsamað og sent umsvifalaust úr landi. En í þeim tilvikum sem dýr hafa komið til landsins með Norrænu eða á einhvern hátt vísvitandi ólöglegur innflutningur, þá hafa gæludýrin verið aflífuð, samkvæmt 2.grein laga nr. 54/1990 um innflutning dýra. Það er algjörlega óásættanlegt að aflífa dýr, þegar það breytir engu um smithættu. Það er nauðsynlegt að taka þetta skýrt fram í þessari nýju reglugerð um innflutning hunda og katta. Og breyta einnig þessu ákvæði í lögum nr.54/1990 um innflutning dýra, þannig að það stangist ekki á við lög um velferð dýra.

5. FÁH leggur til að hafa skilyrði varðandi hundaæði óbreytt frá fyrri reglugerð. Samkvæmt áhættugreiningu Preben Willeberg eru litlar líkur á að hundaæði berist til landsins með innfluttum hundum eða köttum. Samt sem áður er lagt til að herða reglurnar, setja skilyrði um bólusetningu og mótefnamælingu frá löndum þar sem ekki fyrirfinnst hundaæði. Og frá löndum þar sem hundaæði er haldið í skefjum, er ekki nóg að bólusetja og fá jákvætt úr mótefnamælingu eins og áður var. Nú þarf að bíða með innflutning í 90 daga eftir mótefnamælingu, en engar skýringar koma frá MAST af hverju þurfi að bíða í þessa 90 daga. Í ástralska áhættumatinu frá árinu 2013 kemur fram að það hafi komið til greina að fara fram á bólusetningu og mótefnamælingu vegna hundaæðis frá löndum sem eru laus við hundaæði. Hins vegar hafi niðurstaðan verið sú að sú staðreynd að landið sé yfirlýst laust við hundaæði sé nægjanleg smitvörn. Í Evrópu er krafist hundaæðisbólusetningar frá öllum löndum óháð því hvort hundaæði fyrirfinnist eða ekki, en þar er ekki krafist mótefnamælingar. Enn og aftur þarf Ísland að vera með ströngustu reglur í heimi, bæði bólusetning og mótefnamæling og óskiljanlegur 90 daga biðtími eftir mótefnamælingu, þrátt fyrir litlar líkur samkvæmt áhættugreiningu.

Félag ábyrgra hundaeigenda vill lýsa yfir ánægju með að loksins sé verið að endurskoða reglugerð um innflutning gæludýra, eitthvað sem var löngu tímabært og beðið hefur verið eftir. Og í ljósi þess að nú eigi að stytta einangrunartímann, þá má hafa í huga að miðað við að Ísland er með ströngustu innflutnings skilyrði í heimi, þá megi alveg stefna að því í nánustu framtíð, að sleppa einangrun alveg og taka upp gæludýrapassa líkt og í öðrum Evrópulöndum. Enda eru líka ókostir við vistun margra dýra í einangrunarstöð eins og kemur fram í skýrslu MAST: "Ef krafist verður einangrunar við innflutning er nauðsynlegt að taka tillit til þess að þar eru margir hundar vistaðir samtímis og þar með eykst smitálag."

Að lokum vill Félag ábyrgra hundaeigenda gagnrýna samráðsferlið, að umsagnarfresturinn hafi verið allt of stuttur og á afar óheppilegum tíma, og þetta því líklega farið framhjá mörgum.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Kristín H Sveinbjarnardóttir - 02.01.2020

Góðan dag.

Það er mikið ánægju efni að einangrun verði stytt með tilliti til dýranna og þeirra velferð.

Og sérstaklega að gera þjónustuhundum og eigendum þeirra auðveldara með að komast á milli landa.

Nú ég tala nú ekki um fólk sem er að flytja erlendis frá með gæludýrin sín.

En með þessum nýju skilyrðum er verið að gera fólki ansi erfitt fyrir. Kröfurnar er ansi harðar svo vægt sé til orða tekið. Og nýjar kröfur komnar inn sem spurning sé um að sé 14 daga og fyrirhafnarinnar og kosnaðarins virði.

Sé tekið mið af því að flytja inn hvolp frá hundaæðisfríu landi td Noregi/Svíþjóð er með öllu óskiljanlegt hvers vegna er farið fram á blóðprufu fyrir hjartarormi og eða meðhöndlun á honum. Þegar hann finnst ekki í þessum löndum. Hjararormur er landlægur í Bandaríkjunum og þar sem moskítóflugan lifir góðu lífi. Er ekki nær að setja þá þessa kröfu við lönd sem við á? ATH Hjartarormur berst ekki á milli hunda né í fólk og er ekki ógn við Ísland.

Annað hvers vegna er verið að fara fram á hundaæðisbólusetningu á hvolpum frá hundaæðisfríuum löndum þegar þess var ekki krafist áður? Og í ofanálag að krefjast mótefnamælingar sem er óskiljanlegt. NB það er skiljanlegt að fara fram á amk bólusetninguna ef verið er að tala um fullorðna hunda sem hafa kannski verið í fleiri löndum t.d á sýningum og eða ferðalagi.

Nú en ef það telst all nauðsynlegt að bólusetja við rabies/hundaæði er þá ekki hægt að hafa þetta eins og innflutingsskilyrðin eru inní ofangreind hundaæðisfrí lönd þ.e innflutningur ef leyfður 21 degi eftir bólusetningu. Myndi auðvelda allt ferlið.

Það er mótefnamælingin sem leggst kannski verst í fólk sérstaklega með hvolpa. Þe biðin og stessið eftir hvort hvolpurinn standist mótefnamælinguna. Nú ef ekki, leggst enn meiri kosntaður og fyrirhöfn á eiganda og ræktanda. Auk þessa að færa til einangunartíma flug omfl.

Og var þá innflutingurinn og kostnaðurinn þess virði, erum við þá ekki betur sett með núverandi reglur.

Ég leyfi mér að efast um að ræktendur erlendis séu tilbúnir í allt þetta ferli og treysti sér í þessar íþyngjandi reglur. Eins og að fá obinberan dýralækni til að kvitta á pappírana, er það virkilega nauðsynlegt. Eins allar rannsóknir og bólusetningar sem er krafist. Þetta er kannski gerlegt fyrir þá sem búa erlendis með dýrin sín. En við hin sem erum ræktendur og eflaust stærsti hluti þeirra sem flytur inn hunda eru þessar reglur ekkert spennandi.

Ég tel því miður að fáir hafi kynnt sér reglurna vel og borðið saman við eldri gögn menn horfa bara á þessa daga.

Það er allavega ekki verið að minnka kostnað á innflytjendur né að auðvelda innflutining með þessum nýju reglum svo mikið er víst.

Ég vona innilega að þetta verði endurskoðað betur.

Það skal tekið fram að undirrituð er mjög á móti að opna landið og finnst pet passi aldrei eigi að koma til greina hingað. En frekar væri nær að meta hvert innflutnings tilfelli fyrir sig og gera raunhæfar kröfur eftir því. Ekki samþykkja allar innflutingsbeiðnir ef eitthvað er vafasamt. Það er sogleg staðreynd ef það á að láta alla sitja undir mjög ströngum reglum einungis vegna örfárra tilfella þar sem aðilar hafa farið í kring um reglurnar áður td með vafasömum uppruna dýra eða öðru.

Eitt annað sem mig langar að benda á það er misræmi í gr 4 varðandi aldur dýra, þe þau þurfa að hafa dvalið í útflutingslandi í 6 mánuði og annarsvega gr 12 liður 8 lámark 4 mánaða gamlir við innflutning. Hvort gildir? Áður voru þetta 5 mánuðaða lámarksaldur frá hundaæðisfríum löndum. Veit ég að margir vonast til að fá hvolpinn sinn fyrr inní landið ef allt er í lagi með bólusetningar og fleira.

Svo er önnur spurning hversu gott er fyrir hvolpa yfirhöfuð að vera í einangrun? Kæmi til greina að að heima einangra hvolpa frá hundaæðirfríum löndum?

Undirrituð er hundaræktandi sl 17 ár og hefur flutt inn 6 hvolpa frá árinu 2000.

Kristin Halla Sveinbjarnardóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Auður Sif Sigurgeirsdóttir - 03.01.2020

Meðfylgjandi í viðhengi er umsögn stjórnar Hundaræktarfélags Íslands.

Fyrir hönd stjórnar HRFÍ,

Auður Sif Sigurgeirsdóttir, varaformaður.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Hjalti Brynjar Árnason - 03.01.2020

Góðan dag.

Meðfylgjandi í viðhengi er sameiginleg umsögn Tollgæslustjóra og Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Fyrir hönd Tollgæslustjóra,

Hjalti B. Árnason, lögfræðingur á tollasviði.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Karl Skírnisson - 03.01.2020

Frá árinu 1989, þegar farið var að flytja gæludýr til Íslands í gegn um einangrunarstöðvar, hefur leit og greining iðrasníkjudýra í innfluttum hundum og köttum farið fram á sníkjudýradeild Tilraunastöðvarinnar á Keldum. Fram til ársloka 2017 höfðu komið til landsins dýr frá 67 löndum úr öllum heimsálfum (sjá viðhengi 1). Alls hafa 18 tegundir innri sníkjudýra og sex tegundir óværu fundist í eða á þessum innfluttu gæludýrum. Meðal hundasníkjudýranna er þráðormurinn Strongyloides stercoralis, tegund sem náði hér landfestu um nokkurra ára skeið en náðist að útrýma með viðeigandi lyfjagjöf og samstilltu átaki allra hlutaðeigandi (sjá viðhengi 2). Var það mikill sigur fyrir heilbrigði innlendra hunda, átak sem síðan hefur sparað íslenskum dýralæknum ómælda vinnu og hundaeigendum fjárútlát og óþægindi.

Þráðormurinn getur orsakað alvarlegan sjúkdóm bæði í hundum og mannfólki og því brýnt að útrýma honum með lyfjagjöf og beita markvissum aðgerðum til að hindra dreifingu hans. Til ársloka 2019 hafði 31 hundur smitaður af þessum þráðormi verið fluttur til landsins, sex þessara tilfella komu á árinu 2019.

Samkvæmt reglugerðardrögunum sýnist okkur innlend leit og greining iðrasníkjudýra í innfluttum gæludýrum verða afnumin og ábyrgð varðandi lyfjagjöf og útrýmingu sníkjudýra færð á herðar erlendra dýralækna.

Keldum 3.1.2020

Karl Skírnisson

Guðný Rut Pálsdóttir

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Jónína Guðmundsdóttir - 03.01.2020

Undirrituð vill benda á ákveðið misræmi sem gætir í drögunum að reglugerðinni og reglugerðar um einangrunarstöðvar.

Í 15. gr. er fjallað um aðbúnað í móttökustöð hunda og katta á vegum Matvælastofnunar. Samkvæmt því sem kemur fram á aðstaðan vera fullnægjandi hvað varðar smitvarnir og dýravelferð, sbr. reglugerð um velferð gæludýra nr. 80/2016. Er þarna væntanlega meðal annars átt við búr sem eru til staðar í aðstöðunni og fyrir kemur að hundarnir dveljist í frá því að þeir koma til landsins og þar til dýralæknir MAST skoðar þá. Í 1. gr. Viðauka II reglugerðar um velferð gæludýra eru gerð ákveðin lágmarksviðmið um stærð þeirra vistavera sem hundar og kettir dveljast í. Sem dæmi skal lágmarksstærð búra og stía fyri einn hund sem er 36-45 cm á hæð að herðakambi að vera 2,5 fermetrar.

Stærð vistavera hunda og katta í einangrunarstöðvum fara aftur á móti eftir öðrum viðmiðum. Um það er fjallað í 2. tl. A liðar 3 mgr. 12. gr. reglugerðar um einangrunarstöðvar nr. 432/2003. Í framangreindu ákvæði er gert ráð fyrir því að lágmarksstærð búra fyrir einstaka hund sem er allt að 40 cm hár að herðakambi skuli vera 1 fermetri eða einum og hálfum fermetra minni en lágmarksviðmið reglugerðar um velferð dýra kveður á um.

Kemur þetta einstaklega furðulega fyrir sjónir. Í reglugerðardrögunum eru gerðar ríkari kröfur til aðstöðu dýralækna MAST í móttökustöð hunda og katta þar sem dýrin dveljast einungis í nokkrar klukkustundir en til eingangrunarstöðva þar sem dýrin dveljast í dag í 28 daga og 14 daga ef reglugerðin verður samþykkt. Hvernig getur þetta samræmst velferð dýra að dveljast í jafn litlum rýmum og reglugerðin um einangrunarstöðvar kveður á um í svo langan tíma?

Samkvæmt vitneskju undirritaðrar er einungis önnur einangrunarstöðvanna sem eru starfræktar í dag sem uppfyllir þau viðmið sem koma fram í reglugerð um velferð gæludýra um vistaverur dýranna á einangrunartímanum.

Nú stöndum við frammi fyrir allsherjar breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta sem meðal annars eru rökstuddar þannig að það samræmist velferð dýranna að stytta einangrunartímann. Undirrituð telur eðlilegt að samhliða eða strax í kjölfar gildistöku reglugerðarinnar verði farið í þá vinnu að endurskoða í heild sinni reglugerð um einangrunarstöðvar og samræma hana reglugerð um velferð gæludýra meðal annars út frá stærð vistavera dýranna á einangrunartímanum. Það getur ekki á nokkurn hátt samræmst velferð hunda og/eða katta að dveljast í jafn litlum rýmum og reglugerðin heimilar í 14 daga (hvað þá heldur 28) en gera kröfur á eigendur, ræktendur og dýrahótel að hafa aðstöðuna margfalt stærri.

Verði reglugerðin ekki samþykkt telur undirrituð engu að síður þurfi að endurskoða reglugerð um einangrunarstöðvar.

Tökum þetta alla leið og uppfærum úrelta reglugerð frá árinu 2003.

Jónína Guðmundsdóttir lögmaður

Afrita slóð á umsögn

#14 Lára Björk E Birgisdóttir - 03.01.2020

Ræktendur Heimsenda Hunda senda inn viðhengi til umsagnar.

Viðhengi