Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.10.–11.11.2020

2

Í vinnslu

  • 12.11.2020–14.9.2021

3

Samráði lokið

  • 15.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-230/2020

Birt: 28.10.2020

Fjöldi umsagna: 7

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Neytendastofu nr. 62/2005 og fleiri lögum (endurskoðun stjórnsýslu neytendamála).

Niðurstöður

Sjö umsagnir bárust við frumvarpsdrög í samráðsgátt sem hafðar voru til hliðsjónar við ritun og endanlegan frágang frumvarpsins. Stjórnarfrumvarp var lagt fram á Alþingi þann 26. nóvember 2020, sbr. þskj. 418 á 151. löggjafarþingi 2020-2021 (344 mál). Frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi þann 16. mars 2021, sbr. lög nr. 18/2021 um breytingu á lögum um Neytendastofu og fleiri lögum (stjórnsýsla neytendamála).

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að ýmis stjórnsýsluverkefni verði færð frá Neytendastofu til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Póst- og fjarskiptastofnunar.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu eru gerðar tillögur til breytinga á lögum um Neytendastofu nr. 62/2005, með síðari breytingum, lögum um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nr. 137/2019 og laga sem Neytendastofa annast framkvæmd á sviði vöruöryggismála, opinberrar markaðsgæslu og mælifræði. Með frumvarpinu er lagt til að stjórnsýsluverkefni á sviði vöruöryggismála, opinberrar markaðsgæslu og mælifræði verði færð frá Neytendastofu til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þá er lagt til að stjórnsýsluverkefni á sviði rafrænnar auðkenningar og traustþjónustu verði færð til Póst- og fjarskiptastofnunar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa orku, iðnaðar og viðskipta.

anr@anr.is