Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.3.–21.4.2022

2

Í vinnslu

  • 22.4.–31.5.2022

3

Samráði lokið

  • 1.6.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-64/2022

Birt: 21.3.2022

Fjöldi umsagna: 8

Annað

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Kynningartillaga að Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044

Niðurstöður

Umsagnartími um tillögu að Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044 var frá 21. mars til 21. apríl. Svæðisskipulagsnefnd SSA fjallaði um umsagnirnar á fundi 28. apríl. Minnisblað um umfjöllun nefndarinnar er aðgengileg á vef Austurbrúar. Tillagan var send með breytingum á Skipulagsstofnun til frekari skoðunar 24. maí og hefur stofnunin fjórar vikur til að fara yfir tillöguna. Þegar umsögn stofnunarinnar liggur fyrir og búið er að vinna úr henni verður svæðisskipulagstillagan auglýst í samræmi við 24. gr. skipulagslaga. Þá gefst sex vikna frestur til að gera athugasemdir við tillöguna.

Málsefni

Í tillögunni er skilgreind sameiginleg framtíðarsýn fyrir landshlutann. Tilgangurinn er að samstilla stefnu sveitarfélaga á Austurlandi á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar.

Nánari upplýsingar

Kynningartillaga að Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044 verður í samráðsgátt stjórnvalda frá 21. mars til 21. apríl. Kynning tillögunnar er á grundvelli 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Í Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044 er skilgreind sameiginleg framtíðarsýn fyrir landshlutann. Tilgangurinn er að samstilla stefnu sveitarfélaga á Austurlandi á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar og tryggja þar með sjálfbæra þróun, komandi kynslóðum í hag. Svæðisskipulagið er langtíma stefnumarkandi áætlun sem framfylgt verður með skipulagsáætlunum hvers sveitarfélags og öðrum áætlunum SSA.

Tillagan er afrakstur vinnu svæðisskipulagsnefndar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), sem starfar í umboði sveitarstjórna á Austurlandi. Nefndin er skipuð tveimur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi Austurlands og einum áheyrnarfulltrúa frá Ferðamálasamtökum Austurlands.

Austurbrú ses. hefur stýrt verkefninu fyrir hönd SSA en verkefnislýsing svæðisskipulagsins var kynnt árið 2018 og hefur svæðisskipulagsnefndin unnið að tillögunni með hléum síðan þá. Frá ársbyrjun 2021 naut nefndin aðstoðar ráðgjafafyrirtækisins Alta.

Íbúar á Austurlandi eru hvattir til að kynna sér svæðisskipulagstillöguna og koma á framfæri athugasemdum um það sem betur mætti fara. Tillagan hefur að auki verið send á lögbundna umsagnaraðila, sveitarstjórnir og fjölmarga hagsmunaaðila.

Nánari upplýsingar um Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044 má finna á vef Austurbrúar. Þar er

tillagan einnig aðgengileg og þar er að finna helstu upplýsingar um svæðisskipulagið s.s. verkefnislýsingu, starfsreglur og fundargerðir svæðisskipulagsnefndarinnar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Jóna Árný Þórðardóttir

svaedisskipulag@austurbru.is