Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.1.–2.2.2023

2

Í vinnslu

  • 3.2.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-9/2023

Birt: 18.1.2023

Fjöldi umsagna: 14

Drög að stefnu

Forsætisráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um eflingu barnamenningar fyrir árin 2024-2028

Málsefni

Aðgerðirnar eru margvíslegar og miða allar að því að börn og ungmenni verði virkir þátttakendur í íslensku menningarlífi og barnamenning stór hluti þess.

Nánari upplýsingar

Drögin að þingsályktuninni voru unnin af starfshópi forsætisráðherra sem skipaður var í mars 2022. Hópnum var ætlað að móta tillögu um framtíðarstefnumótun um eflingu barnamenningar og meta árangur af starfsemi Barnamenningarsjóðs frá árinu 2018.

Starfshópurinn skilaði tillögu sinni til forsætisráðherra í janúar 2023 og í framhaldi var hún kynnt í ríkisstjórn. Aðgerðaráætlun þessi byggir á tillögu starfshóps um framtíðarstefnumótun um eflingu barnamenningar, þingsályktun um menningarstefnu íslenska ríkisins frá 2013 og Menningarsókn – aðgerðaáætlun í menningarmálum til ársins 2030 en barnamenning er meðal megináherslna beggja stefna.

Starfshópurinn greindi landslag og fjármuni innan hverrar listgreinar fyrir sig og skilaði niðurstöðum um hvernig best væri að efla stjórnsýslu menningarmála með það að markmiði að ná fram markvissum samlegðaráhrifum og einföldun á stuðningskerfi menningar og lista. Starfshópurinn lagði til einföldun á stuðningskerfi menningar og lista með því að sameina alla sjóði í einn deildaskiptan og öflugan sjóð, Menningarsjóð Íslands.

Aðgerðaáætlunin telur samtals sjö aðgerðir og er meginmarkmið hennar að auka samhæfingu hlutaðeigandi aðila, efla stefnumótun á sviði barnamenningar og samþættingu hennar við starfsemi opinberra menningarstofnana og -sjóða sem leggi reglulega áherslu á barnamenningu við úthlutanir og hvetji þannig samfélag listafólks til nýsköpunar á þessum vettvangi. Áhersla er jafnframt lögð á aukið framboð lista, menningar- og listfræðslu fyrir börn og ungmenni og lagt til að fest verði í sessi starfsemi barnamenningarverkefnisins List fyrir alla og Barnamenningarsjóðs Ísland.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumála

petur.berg.matthiasson@for.is