Samráð fyrirhugað 19.06.2018—19.07.2018
Til umsagnar 19.06.2018—19.07.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 19.07.2018
Niðurstöður birtar 17.05.2019

Áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um leigubifreiðar

Mál nr. 76/2018 Birt: 19.06.2018 Síðast uppfært: 09.01.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um leigubifreiðar birt í samráðsgátt 17. maí 2019 í samræmi við efni áforma.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 19.06.2018–19.07.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 17.05.2019.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur með hliðsjón af tillögum starfshóps ráðuneytisins um endurskoðun regluverks um leigubifreiðar, tekið ákvörðun um að í ráðuneytinu skuli hefja undirbúning að frumvarpi til nýrra laga um leigubifreiðar með það að markmiði að leggja það fram á haustþingi Alþingis 2019.

Starfshópur sem skipaður var á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í október á síðasta ári til að endurskoða í heild regluverk um leigubifreiðaakstur á Íslandi hefur skilað skýrslu með tillögum sínum. Starfshópurinn telur m.a. rétt að afnema fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubifreiðaaksturs og að fallið verði frá lögbundinni stöðvarskyldu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur með hliðsjón af tillögum starfshópsins tekið ákvörðun um að í ráðuneytinu skuli hefja undirbúning að frumvarpi til nýrra laga um leigubifreiðar með það að markmiði að leggja það fram á haustþingi Alþingis 2019.

Tilefni endurskoðunarinnar var annars vegar frumkvæðisathugun Eftirlitsstofnunar EFTA á íslenskum leigubifreiðamarkaði og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum. Hins vegar rökstutt álit ESA gagnvart Noregi þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við aðgangshindranir að norskum leigubifreiðamarkaði. Norsk löggjöf um leigubifreiðar er um margt lík þeirri íslensku.

Starfshópnum var falið að leggja fram tillögur til ráðuneytisins um hvort og þá hvaða breytingar væri nauðsynlegt að gera á íslensku regluverki um leigubifreiðaakstur með hliðsjón af áliti ESA gagnvart Noregi og frumkvæðisathugun ESA á Íslandi. Meginmarkmið starfshópsins var að stuðla að góðu aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu á Íslandi. Einnig að tryggja að regluverkið væri í fyllsta samræmi við skuldbindingar íslenska ríkisins að EES-rétti og að engar aðgangshindranir fælust í regluverkinu nema þær sem væru réttlætanlegar vegna almannahagsmuna.

Starfshópurinn skilaði ráðherra áfangaskýrslu þann 6. febrúar sl. og lokaskýrslu með niðurstöðum starfshópsins var skilað 11. apríl. Sem fyrr segir kemur fram í lokaskýrslu hópsins að starfshópurinn telur rétt að afnema fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubifreiðaaksturs og að fallið verði frá lögbundinni stöðvarskyldu. Þá leggur starfshópurinn til að starfsemi leigubifreiða verði háð skilyrðum sem eiga að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar. Tvenns konar leyfi verði til staðar, þ.e. atvinnuleyfi, sem er leyfi til að aka leigubifreið, og rekstrarleyfi, sem er leyfi til að reka eina leigubifreið.

Niðurstöður starfshópsins kalla á talsverðar lagabreytingar. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur tekið ákvörðun um að í hefja skuli undirbúning að frumvarpi til nýrra laga um leigubifreiðar til framlagningar á haustþingi á Alþingis 2019.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Guðjón Ólafur Sigurbjartsson - 20.06.2018

Gott er að sjá að hugmyndin er að opna leigubílamarkaðinn væntanlega neytendum í hag.

Horfa þarf til hagsmuna neytenda, það er almennings í þessu sambandi.

Gæta þarf þess að mögulegt verði að nýta tæknilegar lausnir í anda deilihagkerfisins, samanber lausnina sem fyrirtækið Uber stendur fyrir.

Hagkvæmari leigubílar þýða að færri þurfa að eiga og reka eigin bíl og lækkar kostnað við ferðir og samgöngukerfið með betri nýtingu.

Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur og áhugamaður um almannahag og neytendamál :)

Afrita slóð á umsögn

#2 Samkeppniseftirlitið - 26.06.2018

Umsögn Samkeppniseftirlitsins - Frumvarp til laga um leigubifreiðar - áform um lagasetningu. Sjá meðfylgjandi viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Neytendastofa - 18.07.2018

Umsögn Neytendastofu - Frumvarp til laga um leigubifreiðar - Áform um lagasetningu, sjá umsögn í meðfylgjandi viðhengi.

Afrita slóð á umsögn

#4 Viðskiptaráð Íslands - 18.07.2018

Umsögn Viðskiptaráðs Íslands - Frumvarp til laga um leigubifreiðar - áform um lagasetningu. Sjá umsögn í meðfylgjandi viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 A-stöðin ehf - 18.07.2018

Frumvarp til laga um leigubifreiðar - áform um lagasetningu. Sjá meðfylgjandi viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Neytendastofa - 19.07.2018

Umsögn Neytendastofu - Frumvarp til laga um leigubifreiðar - Áform um lagasetningu, sjá umsögn í meðfylgjandi viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Neytendastofa - 19.07.2018

Fylgiskjal með umsögn Neytendastofu

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Samtök atvinnulífsins - 19.07.2018

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um frumvarp til laga um leigubifreiðar - Áform um lagasetningu.

Viðhengi