ATH! Engin mál fundust fyrir þessi leitarskilyrði. Þú getur einnig leitað eftir málum með því að velja málefnasvið og stofnun hér efst á síðunni.
Með frumvarpinu er lagt til að setja reglugerðarheimild í lögin svo ráðherra sé heimilt að kveða með nánari hætti á um stoðþjónustu, m.a. um aðstoðarmannakort fatlaðs fólks og fæðisfé starfsfólks.
Lagt er til að gera breytingar á lögunum í ljósi fenginnar reynslu af framkvæmd þeirra.
Markmiðið er að leggja mat á stöðu í málefnum innflytjenda og flóttafólks, greina áskoranir og tækifæri til framtíðar. Lykilviðfangsefnum í grænbók er ætlað að leggja grunn að framtíðar stefnumótun.
Drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024 – 2027 (landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks).
Fyrirhugaðar breytingar felast í því að gildissvið laga um félagslegan viðbótarstuðning verði útvíkkað og taki bæði til aldraðra og öryrkja. Skilyrði verði hliðstæð fyrir báða hópa.
Markmið fyrirhugaðra breytinga er að gera úrræðið um greiðsluaðlögun einstaklinga að heildstæðari lausn en nú er og að málsmeðferð verði skýrari og skilvirkari, til hagsbóta fyrir umsækjendur.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglum um úthlutun styrkja úr Vinnuverndarsjóði.
Lagt er til að bæta við lög nr. 38/2018 reglugerðarheimildum svo ráðherra sé heimilt að kveða með nánari hætti á um ýmis atriði laganna.
Markmið fyrirhugaðrar lagasetningar er að uppfæra núgildandi lög nr. 160/2008 til samræmis við þróun í málaflokki fatlaðs fólks og breytt lagaumhverfi, og stuðla að samræmi og skýrleika í löggjöf.
Þær breytingar sem áform standa til að gera lúta að því að bæta úrræðið um greiðsluaðlögun einstaklinga í ljósi reynslunnar og gera það skýrara og skilvirkara til hagsbóta fyrir umsækjendur.
Kynnt eru til umsagnar drög að reglugerð um lista yfir störf sem falla undir 3. mgr. 8. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002.
Með frumvarpinu er mælt fyrir um sameiningu Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs.