Reglugerð um Kvikmyndasjóð var fyrst sett árið 2003 og hefur verið breytt fjórum sinnum, síðast árið 2020. Á þeim tíma sem liðið hefur frá upphaflegri setningu reglugerðarinnar hefur kvikmyndagerð breyst umtalsvert. Með tilkomu kvikmyndastefnu stjórnvalda er kallað eftir því að stjórnsýsla kvikmyndamála samræmist ört breytilegu umhverfi kvikmyndagerðar og samfélagslegum áherslum hverju sinni.