ATH! Engin mál fundust fyrir þessi leitarskilyrði. Þú getur einnig leitað eftir málum með því að velja málefnasvið og stofnun hér efst á síðunni.
Þörf er á að endurskoða núgildandi lagaramma um NLSH ohf. þannig að hann samræmist betur þeirri þróun sem hefur orðið á hlutverki félagsins.
Með drögum að reglugerðinni er lagt til að gerðar verði breytingar á regluverki sem gildir um innflutning á hundum og köttum til landsins.
Lögð er til breyting á ákvæðum er varða búningsaðstöðu á sund- og baðstöðum og er breytingin liður í framkvæmd Aðgerðaáætlunar í málefnum hinsegin fólks.
Lagðar verða til breytingar á lögum að því er varðar málefni vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku en um leið að lágmarka umhverfisáhrif.
Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að frumvarpi til laga um lagareldi.
Verkefnastjórn rammaáætlunar kynnir drög að tillögum um mat og flokkun á virkjunarkostunum Héraðsvötn, Skrokkölduvirkjun, Kjalölduveita, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.
Lagt er til að styrkja heimildir Verðlagsstofu skiptaverðs til að viðhafa markvissara eftirlit með fiskverði og stytta málsmeðferðartíma hjá úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna.
Forgangslistinn tekur til mála í lagasetningarferli hjá ESB sem metin eru sem forgangsmál út frá hagsmunum Íslands vegna aðildar Íslands að EES-samningnum.
Frumvarpið miðar að því að styrkja heimildir Seðlabankans til að efla viðnámsþrótt í greiðslumiðlun hér á landi og með því stuðla að fjármálastöðugleika og þjóðaröryggi.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnarinnar er áhersla lögð á öfluga íslenska matvælaframleiðslu. Meðal áhersluverkefna sem þar eru tilgreind er mótun áætlunar til eflingar lífrænnar framleiðslu.
Með frumvarpinu er lagt til að setja reglugerðarheimild í lögin svo ráðherra sé heimilt að kveða með nánari hætti á um stoðþjónustu, m.a. um aðstoðarmannakort fatlaðs fólks og fæðisfé starfsfólks.
Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu, drög að frumvarpi til laga um sjávarútveg og tillögur um útfærslu á innviðaleið.