Samráð fyrirhugað 05.06.2019—05.07.2019
Til umsagnar 05.06.2019—05.07.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 05.07.2019
Niðurstöður birtar

Áform um breytingar á fyrirkomulagi prófs í verðbréfaviðskiptum

Mál nr. S-139/2019 Birt: 05.06.2019 Síðast uppfært: 12.06.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (05.06.2019–05.07.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur í hyggju að breyta fyrirkomulagi prófs í verðbréfaviðskiptum til samræmis við það sem nú þekkist á hinum Norðurlöndunum.

Fyrirkomulag prófs í verðbréfaviðskiptum (áður kallað löggilding verðbréfamiðlara) hefur staðið nánast óbreytt í 30 ár. Ráðuneytið hefur í hyggju að breyta fyrirkomulagi prófs í verðbréfaviðskiptum til samræmis við það sem nú þekkist á hinum Norðurlöndunum. Þau hafa undanfarin ár endurskoðað fyrirkomulag sitt vegna slíkra prófa, m.a. til að bregðast við nýjum kröfum byggðum á tilskipun 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID2).

Helstu tillögur um breytingar á fyrirkomulagi prófsins:

1. Að um verði að ræða réttindi en ekki próf.

2. Prófsefni verðbréfaviðskiptaprófs verði stytt verulega og gert hnitmiðara.

3. Að kynnt verði til sögunnar ný réttindi og próf fyrir fjárfestingarráðgjafa til að bregðast við nýjum kröfum MiFID2.

4. Að gerð verði krafa um endurmenntun (símenntun) hjá þeim aðilum sem öðlast annað hvort almenn verðbréfaréttindi eða fjárfestingarráðgjafaréttindi.

Tillögurnar byggja á meðfylgjandi skýrslu sem dr. Andri Fannar Bergþórsson vann fyrir prófnefnd verðbréfaviðskipta um endurskoðun á fyrirkomulagi prófs til verðbréfaviðskipta.

Vert er að nefna að ráðuneytið stefnir ekki að því, að svo stöddu, að gerð verði krafa um að þeir sem hlotið hafa verðbréfaréttindi eða fjárfestingarráðgjafaréttindi muni þurfa að þreyta próf á vegum prófnefndar á nokkurra ára fresti til að viðhalda réttindum sínum, heldur að þeir sýni fram á að þeir hafi viðhaldið þekkingu sinni með símenntun, t.d. með viðurkenndum námskeiðum.

Gert er ráð fyrir að í sumar verði birt í Samráðsgátt stjórnarráðsins frumvarpsdrög sem ætlað er að innleiða MiFID2 í íslenskan rétt. Í drögunum munu koma fram þær breytingar sem lagðar eru til á lagastoð og umgjörð prófnefndar verðbréfaviðskipta.

Áætlanir ganga út á að nýtt fyrirkomulag um verðbréfaréttindi og fjárfestingarráðgjafaréttindi gangi í gildi um haustið 2020.

Ráðuneytið óskar eftir umsögnum haghafa um tillögur ráðuneytisins.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök fjármálafyrirtækja - 04.07.2019

Umsögn SFF um áform um breytingar á fyrirkomulagi prófs í verðbréfaviðskiptum

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja - 05.07.2019

Umsögn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja vegna áforma um breytingar á fyrirkomulagi prófs í verðbréfaviðskiptum, sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Viðskiptaráð Íslands - 05.07.2019

Meðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs Íslands um málið.

Viðhengi