Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.7.–9.8.2019

2

Í vinnslu

  • 10.8.2019–14.9.2021

3

Samráði lokið

  • 15.9.2021

Mál nr. S-193/2019

Birt: 17.7.2019

Fjöldi umsagna: 8

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Áform um lagasetningu - Breyting á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa.

Niðurstöður

Samtals bárust tíu umsagnir við áform um framlagningu frumvarps til laga um breytingu á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, nr. 30/2007. Drög að frumvarpi til laga voru kynnt á samráðsgátt stjórnvalda á vefnum Ísland.is (mál nr. 225/2019). Við vinnslu frumvarpsins var m.a. tekið mið af þessum umsögnum.

Málsefni

Áformað er að leggja fram frumvarp til að samræma skilgreiningu smáskipa í lögum nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa við reglur um veiðileyfi með krókaaflamarki í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Nánari upplýsingar

Í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða segir að enginn megi stunda veiðar í atvinnuskyni við Ísland nema hafa fengið til þess almennt veiðileyfi. Þau séu tvenns konar, þ.e. veiðileyfi með aflamarki og veiðileyfi með krókaaflamarki. Með lögum nr. 82/2013 var nýrri málsgrein bætt við 4. gr. laga um stjórn fiskveiða sem segir að þeir bátar einir geti öðlast veiðileyfi með krókaaflamarki sem eru styttri en 15 metrar að mestu lengd og minni en 30 brúttótonn. Óheimilt sé að stækka bátana þannig að þeir verði stærri en þessu nemur.

Í 3. gr. laga nr. 30/2007 eru smáskip skilgreind sem skip sem eru 12 metrar að skráningarlengd eða styttri. Á hverju fiskiskipi skal vera skipstjóri en annars er munur á því hvaða kröfur áhafnalög gera til mönnunar á skipum sem eru 12 metrar eða styttri annars vegar og skipa sem eru 12- 24 metrar, samkvæmt 12. gr. áhafnalaga. Á skipum sem eru styttri en 12 metrar að skráningarlengd má skipstjóri vera hinn sami og vélavörður sé hann eini réttindamaðurinn í áhöfn, enda taki vinnu- og hvíldartími mið af 64. gr. sjómannalaga. Að öðrum kosti skal vera vélavörður. Á skipum sem eru styttri en 24 metrar skal vera stýrimaður ef útivera skips fer fram úr 14 klst. á hverju 24 klst. tímabili. Á skipi þar sem daglegur útivistartími er styttri en 14 klst. er heimilt að vera án stýrimanns, enda hafi skip fengið útgefna heimild þess efnis frá mönnunarnefnd. Á þessum skipum skal jafnframt vera yfirvélstjóri en farið útivera fram úr 14 klst á hverjum 24 klst. tímabili skal vera yfirvélstjóri og vélavörður.

Samkvæmt þessu geta krókaaflamarksbátar verið 15 metra langir en með því falla þeir ekki lengur undir ákvæði áhafnalaga um smáskip, sem miðast við 12 metra, heldur skip 12-24 metra með þeim auknu kröfum til skipstjóra-, stýrimanna- og vélstjórnarréttinda. Ef sigling er styttri en 14 klst. þarf undanþágu frá mönnunarnefnd og má skipið þá vera án stýrimanns.

Bent hefur verið á að með breyttum reglum þá séu kröfur um mönnun skipa í ýmsum tilvikum orðin ríkari en fyrir breytingu sé ekki til staðar heimild frá mönnunarnefnd skv. 12. gr. áhafnalaga til að sigla án stýrimanns. Þetta hefur leitt til þess að sækja þarf reglulega um heimild til mönnunarnefndar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra áformar að leggja fram frumvarp um þetta efni á haustþingi 2019 sem geri lagfæringar þannig að ekki sé þörf á undanþágu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

srn@srn.is