Samráð fyrirhugað 21.08.2020—14.09.2020
Til umsagnar 21.08.2020—14.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 14.09.2020
Niðurstöður birtar 16.09.2021

Áform um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2013

Mál nr. 153/2020 Birt: 21.08.2020 Síðast uppfært: 16.09.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Sjö umsagnir bárust við áform um lagasetningu. Við smíði frumvarps var tekið mið af þeim umsögnum sem bárust. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003, voru birt á samráðsgátt stjórnvalda 10. nóvember 2020 (sjá mál nr. 242/2020).

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 21.08.2020–14.09.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 16.09.2021.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til breytinga á hafnalögum nr. 61/2003. Innleidd verða ákvæði EES-gerðar um veitingu hafnarþjónustu og um gagnsæi í fjármálum hafna auk þess sem breyting verður gerð á gjaldtökuákvæði laganna til að skýra ákvæði um gjaldtöku tengd fiskeldi.

Tilgangur frumvarps er annars vegar að innleiða tiltekin ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/352 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og um sameiginlegar reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir og hins vegar að breyta 17. gr. laganna til að skýra heimildir hafna til að taka gjald fyrir þjónustu við fiskeldisstarfsemi.

1. Með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2019 frá 8. maí 2019 var reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/352 frá 15. febrúar 2017 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og um sameiginlegar reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir, tekin upp í EES-samninginn. Gera þarf lagabreytingu til að innleiða tiltekin ákvæði reglugerðarinnar. Gerðin nær til hafna sem eru hluti af samevrópska flutninganetinu en hér á landi eru það hafnirnar i Reykjavík, Seyðisfirði, Reyðarfirði/Mjóeyrarhöfn, Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn. Hún fjallar um fjárhagslegt gagnsæi í rekstri hafna, jafnræði aðila, samráð við hagsmunaaðila og notendur auk skilyrða fyrir veitingu þjónustu í höfnum. Kveðið er á um skipulag þjónustu sem veitt er í höfnum og skilyrði sem slík þjónusta skal uppfylla. Sérstaklega er kveðið á um fjárhagsleg tengsl hafnarstjórna við þá sem bjóða upp á hafnarþjónustu og gagnsæi þeirra tengsla.

Í hafnalögunum eru ekki ákvæði um það þegar einhver annar en höfnin sjálf býður upp á þjónustu í höfnum, líkt og reglugerðin gerir ráð fyrir, né heldur um möguleika hafnar eða lögbærs yfirvalds til að gera lágmarkskröfur til utanaðkomandi aðila til að fá að bjóða upp á þjónustu við skip eða heimildir til að takmarka fjölda þeirra sem bjóða upp á þessa þjónustu. Reglugerð (ESB) 2017/352 gerir ráð fyrir því að gjaldskrárákvarðanir geti verið kæranlegar og verður að gera breytingu til samræmis. Þá gerir reglugerðin ráð fyrir að hafnarstjórn ráðfæri sig við notendur hafna við álagningu gjalda en ekki er gert ráð fyrir því í hafnalögum nr. 61/2003.

2. 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003 kveður á um heimildir hafna til gjaldtöku. Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. er heimilt að ákveða hafnagjald í gjaldskrám hafna. Til hafnagjalda telst m.a. aflagjald, sbr. e-lið 1. tölul. 2. mgr., þ.e. gjald af sjávarafurðum sem umskipað er, lestaðar eru eða losaðar í höfnum. Ákvæði þessu hefur verið beitt í tengslum við aflagjöld af eldisfiski og er talin þörf á því að endurskoða þetta ákvæði þar sem lagagrunnur fyrir gjaldtökunni er talinn óskýr. Veldur þetta vandræðum fyrir hafnir og fiskeldisfyrirtæki.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Hafnasamband Íslands - 07.09.2020

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - 07.09.2020

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Fjarðabyggð - 11.09.2020

Umsögn Fjarðabyggðarhafna um breytingu á Hafnarlögum

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Eimskipafélag Íslands hf. - 14.09.2020

Meðfylgjandi umsögn frá Eimskipafélagi Íslands hf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samtök ferðaþjónustunnar - 14.09.2020

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn SA, SAF og SVÞ um áform um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2013

Með góðum kveðjum

Gunnar Valur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samband íslenskra sveitarfélaga - 14.09.2020

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Virðingarfyllst,

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) - 14.09.2020

Meðfylgjandi er umsögn SFS og SA.

Viðhengi