Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.8.–11.9.2020

2

Í vinnslu

  • 12.2020–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-163/2020

Birt: 28.8.2020

Fjöldi umsagna: 8

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019

Niðurstöður

Í samráðsgáttina bárust 8 umsagnir. Umsagnirnar gáfu að mati ráðuneytisins ekki tilefni til breytinga á áformum um lagasetningu. Í kjölfar samráðs var ráðist í gerð frumvarps en drög að frumvarpi voru birt í samráðsgáttinni 24. september 2020.

Málsefni

Áformuð er breyting á umferðarlögum nr. 77/2019. Lagðar eru fram m.a. þær breytingar að ráðherra verði heimilt að undanskilja tiltekna ökutækjaflokka skráningar- og þar með skoðunarskyldu.

Nánari upplýsingar

Áformuð er breyting á umferðarlögum nr. 77/2019. Lagðar eru fram m.a. þær breytingar að ráðherra verði heimilt að undanskilja tiltekna ökutækjaflokka skráningar- og þar með skoðunarskyldu.

Markmið með þessum breytingum er að koma í veg fyrir að aukin byrði og kostnaður leggist á almenning og stjórnsýsluna í ljósi þess að umferðaröryggi virðist ekki ógnað þrátt fyrir að léttir eftirvagnar hafi almennt ekki verið skráningar- og skoðunarskyldir. Eldri umferðarlög féllu úr gildi 1. janúar 2020 og þá öðluðust lög nr. 77/2019 gildi. Í þeim er kveðið á um að almennt skuli skrá öll vélknúin ökutæki og eftirvagna þeirra.“

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

srn@srn.is