Samráð fyrirhugað 08.09.2020—23.09.2020
Til umsagnar 08.09.2020—23.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 23.09.2020
Niðurstöður birtar 02.12.2020

Áform um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996 (nefnd um eftirlit með lögreglu o.fl.)

Mál nr. 181/2020 Birt: 08.09.2020 Síðast uppfært: 02.12.2020
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Almanna- og réttaröryggi

Niðurstöður birtar

Ein umsögn barst vegna áformanna um breytingu á lögreglulögum. Frumvarp til breytinga á lögreglulögum var birt á vef ráðuneytisins 4. nóvember 2020.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 08.09.2020–23.09.2020. Umsagnir voru birtar í gáttinni að umsagnarfresti liðnum. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 02.12.2020.

Málsefni

Um er að ræða áform um ýmsar breytingar á lögum um lögreglu nr. 90/1996, þar á meðal á hlutverki nefndar um eftirlit með lögreglu.

Frumvarpið tekur m.a. á breytingum á hlutverki nefndar um eftirlit með lögreglu. Um er að ræða endurskoðun á hlutverki nefndar um eftirlit með lögreglu sem þörf er á að skilgreina með skýrari og markvissari hætti, í ljósi reynslu síðustu ára. Einnig er frumvarpinu ætlað að lögfesta starfsemi lögregluráðs, færa ákvæði um valdbeitingu og meðferð valdbeitingatækja og skotvopna úr vopnalögum yfir í lögreglulög, lögfesta ákvæði um samvinnu við erlend lögregluyfirvöld ásamt öðrum minniháttar breytingum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Þorsteinn Kristinsson - 22.09.2020

1. Það að setja tímafrest á kvartanir getur orkað mjög tvímælis. Dæmi eru um að Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu hafi tekið sér meira en 20 mánuði til að svara einfaldri fyrirspurn og því gætu lögregluembætti vegna manneklu eða jafnvel vísvitandi komið í veg fyrir lögmætar kvartanir til nefndarinnar.

2. Einnig mætti taka til athugunar hvort að nefndin ætti líka að hafa eftirlit með sérfræðingum sem lögreglan kallar til við rannsókn sakamála í þeim tilfellum sem ákært er einvörðungu á grundvelli vitnisburðar sérfræðiálits þeirra. Til dæmis þegar meintur grunur leikur á því að sérfræðingur kann að hafa brotið gegn lögum t.d. með meinsæri eða hafi leitast við að koma því til leiðar að saklaus einstaklingur verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað með vísvitandi rangfærslum við rannsókn mála.