Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.–27.7.2022

2

Í vinnslu

  • 28.2022–2.7.2023

3

Samráði lokið

  • 3.7.2023

Mál nr. S-120/2022

Birt: 13.7.2022

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Áform um breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að samið var frumvarp sem breytti lögum nr. 28/2017 (sjá mál nr. 156/20221).

Málsefni

Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017.

Nánari upplýsingar

Áformuðu frumvarpi er ætlað að tryggja lagastoð til innleiðingar á Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1055 frá 15. júlí 2020 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1071/2009, (EB) nr. 1072/2009 og (ESB) nr. 1024/2012 að því er varðar að aðlaga þær að þróun sem orðið hefur á sviði flutninga á vegum. Einnig er til skoðunar hvort tilefni séu til að gera breytingar til einföldunar á leyfafyrirkomulagi skv. lögunum.

Gildissvið laga nr. 28/2017 er ekki í fullu samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1055 sem til stendur að innleiða hér á landi. Þannig gilda lög nr. 28/2017, um farmflutninga með vélknúnum ökutækjum eða samtengdum ökutækjum þar sem leyfð heildarþyngd fer yfir 3,5 tonn og leyfilegur hámarkshraði ökutækjanna er 45 km á klst. eða meiri. Vegna þeirra breytinga sem felast í reglugerð (ESB) 2020/1055 er nauðsynlegt að útvíkka gildissvið laganna svo þau taki einnig til farmflutninga milli ríkja þegar leyfð heildarþyngd fer yfir 2,5 tonn.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

irn@irn.is